Latibær með flestar tilnefningar 28. október 2005 18:59 Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins. Eddan Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins.
Eddan Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira