Innlent

Minnihluti kynnti ráðamönnum hugmyndir sínar

Frá veginum um Óshlíð.
Frá veginum um Óshlíð. MYND/Brynjar Gauti

Bæjarfulltrúar minnihlutans á Bolungarvík fóru á eigin vegum á fund félagsmálaráðherra og forsætisráðherra til að kynna þeim hugmyndir sínar um gangagerð úr Syðridal í Bolungarvík annað hvort í Vestfjarðagöng eða beint í Tungudal í Skutulsfirði.

Eins og fram hefur komið var bæjarstjórn klofin í afstöðu sinni til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um jarðgangagerð á Óshlið og tókst ekki, þrátt fyrir tveggja klukkustunda fundarhlé, að samræma sjónarmið meiri- og minnihluta í málinu.

En afhverju ákvað minnihlutinn að ræða við ráðherrana núna? Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihlutanum á Bolungarvík, segir að vilji hafi verið fyrir því að vekja áhuga ráðamanna á nýrri sýn á málið. Það hafi aldrei verið annað í umræðunni en að vinna áfram við veginn um Óshlíð eins og hann sé en nýir tímar hafi flutt það með sér að það væri til önnur leið sem væri. Allir vilji sjá lausn í málinu en spurning sé um hvernig það sé nálgast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×