Innlent

Ríkisvaldið bregðist við háu gengi

Ef íslenska krónan stendur í stað eða hækkar getur það leitt til þess að sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að hætta stafsemi. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur versnað verulega undanfarna mánuði vegna sterkar stöðu krónunnar en Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, vill að ríkisvaldið bregðist við.

Hátt gengi krónunnar og erfiðar rekstraraðstæður sjávarútvegsfyrirtækja eru aðalumræðuefni landsfundar LÍÚ sem hefst í dag. Björgólfur segir það alveg ljóst að hátt gengi íslensku krónunnar hafi gríðarlega áhrif á þau fyrirtæki sem hafa sínar tekjur nánast alfarið í erlendri mynt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×