Innlent

Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu

MYND/E. Ól

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs, lýsti því yfir við upphaf landsfundar VG á föstudag að stefna ætti að sameiginlegu kosningabandalagi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir næstu kosningar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir slíkt kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkana þriggja koma til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×