Segir þingmönnum sagt rangt til 21. október 2005 00:01 Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira
Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira