Innlent

Vonsvikinn með hvernig miðar

Utanríkisráðherra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Geir H. Haarde sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að lengra bil hafi verið milli Bandaríkjamanna og Íslendinga en talið hafi verið. Íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka meiri þátt í rekstri flugvallarins en verið hefur, en Bandaríkjamenn hafi haft aðrar áherslur. Geir segir fundi verða í framhaldinu en ekki hafi verið ákveðið hvenær þeir verða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, sagði að íslenskir ráðamenn væru á hnjánum andspænis bandaríkjamönnum til að fá þá til að halda áfram hernaðarumsvifum í landi sem hefði enga hernaðarlega þýðingu, peninganna vegna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×