Innlent

Ingibjörg vill úr bankaráði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fram á það við Alþingi að vera leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Ingibjörg óskaði eftir þessu vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á högum hennar frá því að hún var kosin í bankaráðið vorið 2003, en sem kunnugt er tók Ingibjörg sæti á þingi nú í haust. Málið verður tekið fyrir á fundi Alþingis á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×