Innlent

Fá eftirlaun en gegna öðru starfi

Níu fyrrverandi ráðherrar þiggja nú eftirlaun þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að skoða sérstaklega hvers vegna 250 milljón krónum meira hefur farið í eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, en ráð var fyrir gert. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna, rétt fyrir þar síðustu jól. Þau ná til forsetans, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Nú liggur fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga þessa hóps sem er mun hærri en talað hefur verið um. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að fjárlaganefnd fari sérstaklega yfir málið. Alvarlegt sé að verið sé að fara mörg hundruð milljónir yfir þær kostnaðartölur sem nefndur var þegar frumvarpið var samþykkt í þinginu. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins verða boðaðir á fund fjárlaganefndar, til að gera grein framúrkeyrslunni. Ekki er enn ljóst hvort málið verður tekið fyrir á næsta fundi sem er seinna í þessarri viku. Núna þiggja níu fyrrverandi ráðherra eftirlaun á sama tíma og þeir eru í fullri vinnu annars staðar hjá ríkinu á fullum launum. Helgi Hjörvar segir að nýr forsætisráðherra hafi lýst því yfir síðasta vetur að hann myndi flytja frumvarp til að taka fyrir þetta. Það hafi ekki enn komið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×