Slær varnagla við einkavæðingu 17. október 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fékk rúmlega sextíu og tvö prósent atkvæða í varaformannskjöri flokksins á landsfundinum í gær og Geir H Haarde var kjörinn formaður með 94% atkvæða. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar Landsfundinum. Í ályktun flokksins varðandi Orkumál ber hæst að samkvæmt henni beri að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja að því marki sem hægt er að einkavæða slík fyrirtæki og er Landsvirkjun þar sérstaklega nefnd. Þessi bókun er í takt við ræðu Geirs Haarde, nýkjörins formanns, frá því á laugardag þar sem hann ræddi meðal annars um einkavæðingar síðustu ára og nauðsyn þess að henni verði framhaldið. Nefndi nýkjörinn formaður Landsvirkjun sérstkalega í því sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður flokksins, var gestur í Íslandi í Bítið í morgun. Kvað við annan tón hjá Þorgerði Katrínu þegar hún var spurð um einkavæðingu Landsvirkjunar eins og Landsfundur hafði ályktað um. Þorgerður sagði að fyrir sitt leyti væru önnur mál brýnni en einkavæðing Landsvirkjunar og fara ætti varlega í slíkan gjörning, sem hún "liti á sem lengritíma mál." Sjálfstæðismenn vilja einnig að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Landsfundurinn samþykkti líka ályktun þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að afnema svonefndan bensínstyrk til öryrkja, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og jafnframt að svonefndur hærri bílastyrkur til fatlaðra verði hækkaður. Meðal annarra athygliverðra ályktana er ályktun varðandi Íbúðalánasjóð, sem landsfundurinn vill að fari út af lánamarkaði en tryggi í staðinn bönkum og lánastofnunum fjármagn til húsnæðislána á lægstu mögulegu vöxtum. Einnig ber talsvert nýrra við í ályktun flokksins varðandi sölu á áfengi en þar vilja Sjálfstæðismenn að áfengissala verði gefin frjáls og ríkiseinokun verði þar með aflétt með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fékk rúmlega sextíu og tvö prósent atkvæða í varaformannskjöri flokksins á landsfundinum í gær og Geir H Haarde var kjörinn formaður með 94% atkvæða. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar Landsfundinum. Í ályktun flokksins varðandi Orkumál ber hæst að samkvæmt henni beri að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja að því marki sem hægt er að einkavæða slík fyrirtæki og er Landsvirkjun þar sérstaklega nefnd. Þessi bókun er í takt við ræðu Geirs Haarde, nýkjörins formanns, frá því á laugardag þar sem hann ræddi meðal annars um einkavæðingar síðustu ára og nauðsyn þess að henni verði framhaldið. Nefndi nýkjörinn formaður Landsvirkjun sérstkalega í því sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður flokksins, var gestur í Íslandi í Bítið í morgun. Kvað við annan tón hjá Þorgerði Katrínu þegar hún var spurð um einkavæðingu Landsvirkjunar eins og Landsfundur hafði ályktað um. Þorgerður sagði að fyrir sitt leyti væru önnur mál brýnni en einkavæðing Landsvirkjunar og fara ætti varlega í slíkan gjörning, sem hún "liti á sem lengritíma mál." Sjálfstæðismenn vilja einnig að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Landsfundurinn samþykkti líka ályktun þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að afnema svonefndan bensínstyrk til öryrkja, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og jafnframt að svonefndur hærri bílastyrkur til fatlaðra verði hækkaður. Meðal annarra athygliverðra ályktana er ályktun varðandi Íbúðalánasjóð, sem landsfundurinn vill að fari út af lánamarkaði en tryggi í staðinn bönkum og lánastofnunum fjármagn til húsnæðislána á lægstu mögulegu vöxtum. Einnig ber talsvert nýrra við í ályktun flokksins varðandi sölu á áfengi en þar vilja Sjálfstæðismenn að áfengissala verði gefin frjáls og ríkiseinokun verði þar með aflétt með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira