500 milljarða halli í sjö ár 16. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur óumflýjanlegt að grípa til aðgerða í efnahagsmálum, meðal annars vegna uppsagna og gjaldþrota í samkeppnis- og útflutningsgreinum sem blæði vegna hágengis krónunnar. Illræmd ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar yrðu til þess að hundruð starfa töpuðust á móti tiltölulega fáum störfum sem fylgdu nýrri stóriðju. Steingrímur bendir meðal annars á að samanlagður viðskiptahalli áranna 2003 til 2010 er áætlaður um 500 milljarðar króna. Hreinar skuldir þjóðarbúsins næmu nú 135 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu og væru hærri en nokkru sinni fyrr. Steingrímur vill að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu um að ekki verði ráðist í frekari stóriðju fram til ársins 2012. Í öðru lagi vill hann að þeim tilmælum verði beint til Fjármálaeftirlitsins að huga að áhættumati í bankakerfinu og viðbrögðum við hugsanlegu snöggu gengisfalli krónunnar. Hann nefndi í því sambandi að kaup á skuldabréfum í íslenskum krónum næmu nú alls um níutíu milljörðum króna. Í þriðja lagi gerir tillagan ráð fyrir að Seðlabankinn hreyfi við bindiskyldu bankanna eða öðrum lögmætum aðgerðum til að efla stöðugleikann. Þá er í fjórða lagi gert ráð fyrir að skattalækkunum verði frestað af hálfu ríkisstjórnarinnar en beitt verði aðgerðum til að bæta hag hinna lægst launuðu. „Ég tel að hér sé ekkert óskaplegt hættuástand,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem varð fyrir svörum á Alþingi. Hann þvertók fyrir að banna frekari stóriðju næstu árin enda samrýmdist það ekki leikreglum í samskiptum stjórnvalda og atvinnulífsins. „Ætti að banna frekari stækkun álversins á Grundartanga?“ spurði Halldór. Halldór taldi að þegar væri farið að hægja á útlánum. Seðlabankinn teldi ekki fýsilegt að beita aukinni bindiskyldu banka til þess að slá á þenslu enda gætu þeir tekið lán að vild erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur óumflýjanlegt að grípa til aðgerða í efnahagsmálum, meðal annars vegna uppsagna og gjaldþrota í samkeppnis- og útflutningsgreinum sem blæði vegna hágengis krónunnar. Illræmd ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar yrðu til þess að hundruð starfa töpuðust á móti tiltölulega fáum störfum sem fylgdu nýrri stóriðju. Steingrímur bendir meðal annars á að samanlagður viðskiptahalli áranna 2003 til 2010 er áætlaður um 500 milljarðar króna. Hreinar skuldir þjóðarbúsins næmu nú 135 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu og væru hærri en nokkru sinni fyrr. Steingrímur vill að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu um að ekki verði ráðist í frekari stóriðju fram til ársins 2012. Í öðru lagi vill hann að þeim tilmælum verði beint til Fjármálaeftirlitsins að huga að áhættumati í bankakerfinu og viðbrögðum við hugsanlegu snöggu gengisfalli krónunnar. Hann nefndi í því sambandi að kaup á skuldabréfum í íslenskum krónum næmu nú alls um níutíu milljörðum króna. Í þriðja lagi gerir tillagan ráð fyrir að Seðlabankinn hreyfi við bindiskyldu bankanna eða öðrum lögmætum aðgerðum til að efla stöðugleikann. Þá er í fjórða lagi gert ráð fyrir að skattalækkunum verði frestað af hálfu ríkisstjórnarinnar en beitt verði aðgerðum til að bæta hag hinna lægst launuðu. „Ég tel að hér sé ekkert óskaplegt hættuástand,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem varð fyrir svörum á Alþingi. Hann þvertók fyrir að banna frekari stóriðju næstu árin enda samrýmdist það ekki leikreglum í samskiptum stjórnvalda og atvinnulífsins. „Ætti að banna frekari stækkun álversins á Grundartanga?“ spurði Halldór. Halldór taldi að þegar væri farið að hægja á útlánum. Seðlabankinn teldi ekki fýsilegt að beita aukinni bindiskyldu banka til þess að slá á þenslu enda gætu þeir tekið lán að vild erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira