Gúrú prog-rokksins á Íslandi Egill Helgason skrifar 15. október 2005 00:01 Þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára svæfði ég stelpurnar i mínum bekk á hljómsveitarkynningu í Hagaskóla. Það var kveikt á kertum og reykelsi í stofu á efri hæð skólans, búið að drösla þangað upp hljómtækjum, ljósin dempuð og spiluð heil hlið af plötunni Tales from Topographic Oceans, 21,35 mínútur af hreinræktuðu prog-rokki. Strákarnir gátu haldið sér vakandi, enda áhuginn aðeins meiri hjá þeim. Margir þeirra voru hins vegar mjög skeptískir. Á þessum árum skipuðu menn sér í lið eftir því með hvaða hljómsveit þeir héldu.. Skúli Gauta hélt með Jethro Tull, Sveinn Yngvi með Emerson, Lake & Palmer, mig minnir að Illugi hafi haldið með Genesis. Ég var Yes-maðurinn; flutti lærðan inngang um tónlist sveitarinnar þetta kvöld, byggðan á efni sem Hilmar Oddsson hafði tekið saman og notað á hljómsveitarkynningu í MR. --- --- ---Á þessum tíma birti mikill áhugamaður um tónlist greinar í Morgunblaðið þar sem hann sagði að Tales from Topographic Oceans væri svo stórkostlegt tónverk að það kæmist næst sjálfum Beethoven. Jæja, hann er sjálfsagt ekki þessarar skoðunar lengur. En ég verð að viðurkenna að ég er enn veikur fyrir framúrstefnu/listræna rokkinu – eins og kannski sumu öðru sem maður kynnist á hrifnæmu skeiði milli bernsku og fullorðinsára. Í áratugi var samt í tísku að draga prog-rokkið sundur og saman í háði. Pönkinu var beinlínis stefnt gegn þessari útblásnu tónlistarstefnu. Og sumt af þessu er örugglega dálítið kjánalegt; prog-rokkarar gerðu sér mjög háar hugmyndir um sjálfa sig og færni sína. Textarnir eru á köflum hálfvitalegir með öllu sínu háspekiþrugli, það er ofboðslega mikið lagt upp úr að sýna snilli í hljófæraleik, lögin eru sjaldnast styttri en tíu mínútur. En - en mér finnst þetta samt skemmtilegt. Uppi í hillu á ég langar raðir af plötum með ofantöldum hljómsveitum. Og þess vegna varð ég glaður þegar ég sá í tónlistartímariti í Iðu um daginn að prog-rokkið væri komið aftur í tísku. Þarna var ekki bara verið að fjalla um Pink Floyd, Yes og ELP, heldur líka obskúrari bönd eins og King Crimson, Gentle Giant, Focus og Van der Graaf Generator (fiðluleikarinn Graham Smith sem síðar gerði garðinn frægan í dinnermúsík á Íslandi var meðlimur í þeirri sveit). --- --- ---Í blaðinu, sem nefnist Mojo, er fullyrt að áhugafólk um tónist sé að enduruppgötva þennan tíma, enda hafi þá verið í gangi mikil og frjó tillraunastarsemi. Menn hafi ekki bara verið að herma hver eftir öðrum. Annars segir líka að prog-rokkið hafi svosem aldrei dáið með öllu. Til dæmis er haft eftir hljómborðsleikaranum Rick Wakeman að Radiohead sé eins mikil prog-rokk hljómsveit eins og hægt sé að hugsa sér. Önnur hljómsveit sem Mojo setur svo í þennan flokk er Sigurrós. --- --- ---Einn höfuðgúrú prog-rokksins, Jon Anderson, er að halda tónleika í Háskólabíói annað kvöld – handan götunnar þar sem ég var með hljómsveitarkynninguna fyrir þrjátíu árum. Hér er síðan Yesworld þar sem má sjá hvaða lög hann spilar á hljómleikaferðalagi sínu um Evrópu. Gamlir Yes-aðdáendur ættu að kannast við Your´s Is No Disgrace, Soon, Owner of a Lonely Heart, And You and I, Your Move og State of Independence – sem hann samdi reyndar með Grikkjanum Vangelis Papathanassiou. Ég ætla allavega að mæta. Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára svæfði ég stelpurnar i mínum bekk á hljómsveitarkynningu í Hagaskóla. Það var kveikt á kertum og reykelsi í stofu á efri hæð skólans, búið að drösla þangað upp hljómtækjum, ljósin dempuð og spiluð heil hlið af plötunni Tales from Topographic Oceans, 21,35 mínútur af hreinræktuðu prog-rokki. Strákarnir gátu haldið sér vakandi, enda áhuginn aðeins meiri hjá þeim. Margir þeirra voru hins vegar mjög skeptískir. Á þessum árum skipuðu menn sér í lið eftir því með hvaða hljómsveit þeir héldu.. Skúli Gauta hélt með Jethro Tull, Sveinn Yngvi með Emerson, Lake & Palmer, mig minnir að Illugi hafi haldið með Genesis. Ég var Yes-maðurinn; flutti lærðan inngang um tónlist sveitarinnar þetta kvöld, byggðan á efni sem Hilmar Oddsson hafði tekið saman og notað á hljómsveitarkynningu í MR. --- --- ---Á þessum tíma birti mikill áhugamaður um tónlist greinar í Morgunblaðið þar sem hann sagði að Tales from Topographic Oceans væri svo stórkostlegt tónverk að það kæmist næst sjálfum Beethoven. Jæja, hann er sjálfsagt ekki þessarar skoðunar lengur. En ég verð að viðurkenna að ég er enn veikur fyrir framúrstefnu/listræna rokkinu – eins og kannski sumu öðru sem maður kynnist á hrifnæmu skeiði milli bernsku og fullorðinsára. Í áratugi var samt í tísku að draga prog-rokkið sundur og saman í háði. Pönkinu var beinlínis stefnt gegn þessari útblásnu tónlistarstefnu. Og sumt af þessu er örugglega dálítið kjánalegt; prog-rokkarar gerðu sér mjög háar hugmyndir um sjálfa sig og færni sína. Textarnir eru á köflum hálfvitalegir með öllu sínu háspekiþrugli, það er ofboðslega mikið lagt upp úr að sýna snilli í hljófæraleik, lögin eru sjaldnast styttri en tíu mínútur. En - en mér finnst þetta samt skemmtilegt. Uppi í hillu á ég langar raðir af plötum með ofantöldum hljómsveitum. Og þess vegna varð ég glaður þegar ég sá í tónlistartímariti í Iðu um daginn að prog-rokkið væri komið aftur í tísku. Þarna var ekki bara verið að fjalla um Pink Floyd, Yes og ELP, heldur líka obskúrari bönd eins og King Crimson, Gentle Giant, Focus og Van der Graaf Generator (fiðluleikarinn Graham Smith sem síðar gerði garðinn frægan í dinnermúsík á Íslandi var meðlimur í þeirri sveit). --- --- ---Í blaðinu, sem nefnist Mojo, er fullyrt að áhugafólk um tónist sé að enduruppgötva þennan tíma, enda hafi þá verið í gangi mikil og frjó tillraunastarsemi. Menn hafi ekki bara verið að herma hver eftir öðrum. Annars segir líka að prog-rokkið hafi svosem aldrei dáið með öllu. Til dæmis er haft eftir hljómborðsleikaranum Rick Wakeman að Radiohead sé eins mikil prog-rokk hljómsveit eins og hægt sé að hugsa sér. Önnur hljómsveit sem Mojo setur svo í þennan flokk er Sigurrós. --- --- ---Einn höfuðgúrú prog-rokksins, Jon Anderson, er að halda tónleika í Háskólabíói annað kvöld – handan götunnar þar sem ég var með hljómsveitarkynninguna fyrir þrjátíu árum. Hér er síðan Yesworld þar sem má sjá hvaða lög hann spilar á hljómleikaferðalagi sínu um Evrópu. Gamlir Yes-aðdáendur ættu að kannast við Your´s Is No Disgrace, Soon, Owner of a Lonely Heart, And You and I, Your Move og State of Independence – sem hann samdi reyndar með Grikkjanum Vangelis Papathanassiou. Ég ætla allavega að mæta.
Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira