Innlent

Liðssöfnuður suðurnesjamanna

Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ Eins og fram hefur komið í fréttum er nú í fyrsta sinn gert ráð fyrir því í drögum að ályktun landsfundarins um samgöngumál að innanlandsflug verði fært úr Vatnsmýrinni. Athygli vekur hins vegar að í sömu drögum er sú leið að flytja flugið til Keflavíkur sögð munu valda því að rekstrarlegum forsendum verði kippt undan inannlandsflugi og flutningnum þangað þar með hafnað. Suðurnesjamenn sem fréttastofa hefur talað við í dag segja þessa ályktun koma sér mjög á óvart enda sé ekki gert ráð fyrir því hvert flugið muni fara úr Vatnsmýrinni. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og einn landsfundarfulltrúa segir ljóst að Suðurnesjamenn á landsfundinum muni beita sér fyrir því að ályktunin verði ekki samþykkt í núverandi mynd. Hann segir það sæta furðu að eini raunverulegi kosturinn sem ræddur hafi verið sem lausn á málefnum innanlandsflugsins sé sleginn út af borðinu án þess að annar og þá raunhæfari sé nefndur. Í sama streng tekur Viktor Kjartansson landsfundarfulltrúi og formaður Flugkef, samtaka sem stofnuð voru fyrir skemmstu gagngert í þeim tilgangi að vinna að flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur. Hann segir sjálfstæðismenn á Suðurnesjum nú safna liði á landsfundinum í þeim tilgangi að fá drögunum hnekkt.Hann segir það sæta furðu að eini kosturinn sem ræddur hafi verið af alvöru skuli sleginn af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×