Innlent

Mótmæla óþolandi aðstöðu

Formaður Sambands sveitarfélaga segir kosningarnar nú vera svipaðar þeim sem voru haldnar árið 1993 þegar aðeins ein sameining var samþykkt. Hann hefði viljað sjá aðrar niðurstöður. "Íbúarnir hafa talað og við höfum ákveðið hér á Íslandi að fara þessu lýðræðislegu aðferð, ólíkt því sem gerist í Danmörku og Svíþjóð. Þar er þetta gert með lagaboði," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Steingrímur J. Sigfússon kennir félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og ríkisstjórninni allri um niðurstöðu kosninganna. "Það var algjörlega ljóst að þessi sameiningartilraun var runnin út í sandinn þegar engin niðurstaða fékkst varðandi tekjustofna sveitarfélaga og bætta afkomu þeirra. Ég held að í þessari niðurstöðu séu fyrst og fremst fólgin mótmæli við algjörlega óþolandi aðstöðu sveitarfélaganna og tekjuskorti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×