Innlent

Fáir hafa kosið í Reykjanesbæ

Kjörsókn vegna sameiningarkosninganna á Suðurnesjum hefur verið afar dræm í Reykjanesbæ. Klukkan þrjú höfðu 5,4 prósent íbúa kosið að sögn Ottós Jörgensens, formanns kjörstjórnar. Þá voru sex klukkutímar liðnir síðan kjörstaðir opnuðu. Ottó sagðist engar skýringar kunna á því hvers vegna svo fáir hefðu mætt á kjörstað. Kosið er um hvort Reykjanesbær eigi að sameinast Garði og Sandgerði. Bæjarstjórnir hvort tveggja Garðsins og Sandgerðis hafa hvatt íbúa í sínum bæjarfélögum til að hafna sameiningartillögunni. Kosningaþátttaka í Garði og Sandgerði mun talsvert betri í Reykjanesbæ. Rétt fyrir klukkan fjögur hafði á fjórða hundrað manns kosið í Garðinum, það er vel yfir þriðjungur atkvæðabærra manna og kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×