Innlent

Þjóðleikhúsið fær mest

Lista- og menningarstofnanir fá fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna á fjáraukalögum samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Mest rennur til Þjóðleikhússins, sem fær annars vegar tvö hundruð og fimmtíu milljónir vegna endurbóta og viðhalds, og hins vegar tuttugu og fimm milljónir vegna hallareksturs. Minnst fær Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði, eina milljón króna. Þá upphæð átti skólinn að fá á fjárlögum ársins en það gleymdist við fjárlagagerðina í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×