Innlent

500 milljarðar á mánuði

Bandaríkjastjórn eyðir nálægt fimm hundruð milljörðum íslenskra króna mánaðarlega í baráttu gegn hryðjuverkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þingnefndar í Bandaríkjunum. Langstærstur hluti kostnaðarins fer í Íraksstríðið, eða sem nemur um fjögur hundruð milljörðum á mánuði. Afgangurinn, eða um hundrað milljarðar króna fara í aðgerðir Bandaríkjamanna í Afghanistan og rekstur herstöðva víða um heim. Í skýrslunni er því spáð að í árslok 2010 hafi Bandaríkin eytt um fjörutíu þúsund milljörðum íslenskra króna í baráttu gegn hryðjuverkum síðan ellefta september árið 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×