Innlent

Sumir borga en meira en aðrir

Í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um ráðstöfun söluandvirðis Símans spurði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hvernig og hvort ætlunin væri að innheimta veggjald af öðrum áfanga Sundabrautar. Magnús taldi það óheimilt meðan enn væri innheimt veggjald af Hvalfjarðargöngum, en áætlað er að svo verði gert í tuttugu ár. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði málið á byrjunarreit og enn væru svör ekki á reiðum höndum. Magnús Þór taldi að ekki væri hægt að afgreiða frumvarpið án þess að ráðstafanir yrðu gerðar um síðari áfanga Sundabrautar. Undir þetta tók Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Báðir vöruðu þeir við áformum um að leggja- nýtt veggjald á vegfarendur sem fara um Vesturlandsveg til og frá borginni. „Ekki er hægt að láta suma landsmenn borga endalaust en aðra ekki. Fyrst í göng og síðan skattleggja þetta sama fólk aftur fyrir aðgang að borginni," sagði Jóhann. Halldór Ásgrímsson sagði efnislega að margar leiðir kæmu til greina við að leysa vandann en ítrekaði að málið væri á frumstigi. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×