Innlent

Heimildir aukist um 16 milljarða

Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að fjárheimildir ríkissjóðs verði auknar um tæpa sextán milljarða vegna ársins 2005. Þar af eru tæpir ellefu milljarðar hjá fjármálaráðuneytinu vegna fjármagnstekjukatts sem ríkissjóður greiðir og fjórir milljarðar vegna endurskoðaðrar áætlunar um afskrifaðar skattkröfur. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 1,3 milljarða, þar af fær Landspítali 600 milljónir til að mæta uppsöfnuðum halla. Útgjöld félagsmálaráðuneytis aukast um 730 milljónir, þar vegur þyngst framlag í jöfnuarsjóð sveitarfélaga upp á 600 milljónir og 365 milljónir vegna endurskoðaðra útgjalda Fæðingarorlofsjóðs. Útgjöld utanríkisráðuneytisins aukast um hálfan milljar, þar af eru 274 milljónir vegna uppsafnaðs hallareksturs sendiráða og 137 milljónir vegna flutninga fyrir NATO. Útgjöld forsætisráðuneytisins aukast samkvæmt frumvarpinu um rúmar 850 millljónir. Þar af er lagt til að 750 milljóna króna aukafjárveiting verði veitt vegna kostnaðar við ýmis verkefni tengd einkavæðingu á árinu. Heildarkostnaður við einkavæðingu á árinu er 777 milljónir og þar munar mestu um 696 milljóna króna þóknun til ráðgjafafyrirtækisins Morgans Stanley fyrir ráðgjöf vegna sölu Landsímans. Þá er lagt til að dómsmálaráðuneyti fái 160 milljónir til viðbótar, þar af er kosntaður upp á tuttugu millljónir vegna sólarhringsvaktar lögreglu til að afstýra skemmdarverkum á Kárahnjúkasvæðinu. Síðast en ekki síst er lagt til að fjárheimild til menntamála verði aukin um 930 milljónir, þar af eru 250 milljónir vegna endurbóta á Þjóðleikhúsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×