Innlent

Tillögu um uppsögn frestað

Tillögu um að segja Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, upp störfum sem bera átti upp á sveitarstjórnarfundi í dag var frestað til næsta fundar. Að sögn Gísla Gunnarssonar, forseta sveitarstjórnar, sem hugðist bera fram tillöguna, náðist sátt um þetta eftir að Ársæll Guðmundsson, sem er fulltrúi vinstri - grænna, baðst afsökunar á orðum sínum í garð Gísla og annarra sveitarstjórnarmanna í tengslum við deilur um það að Ársæli var synjað um ferðastyrk til þess að sækja sveitarstjórnarráðstefnu í Brussel. Þá var annar fulltrúa vinstri - grænna í sveitarstjórninni fjarverandi á fundinum og því þótti ekki rétt að greiða atkvæði um hana, en tveir fulltrúar vinstri - grænna og þrír sjálfstæðismenn með Gísla Gunnarssonar í fararbroddi mynda meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar. Fundir sveitarstjórnar Skagafjarðar eru á hálfs mánaðar fresti en Gísli sagði aðspurður hugsanlegt að boðað yrði fyrr til annars fundar vegna málsins. Ekki hefur enn náðst í Ársæl Guðmundsson sveitarstjóra vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×