Sony reiðir Vatíkanið 3. október 2005 00:01 Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Ný auglýsing sem var gerð til að fagna 10 ára afmæli Playstation tölvunnar víðfrægu hefur valdið miklum usla í Ítalíu og Vatíkanið hefur opinberlega fordæmt þessa auglýsingu. Sony hefur núna tekið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Auglýsingin sem um ræðir birtist í fjölmörgum tímaritum og dagblöðum í Ítalíu. Á henni er mynd af ungum manni með sauðslegt bros og þyrnikórónu á hausnum, þar sem þyrnarnir mynda form kassa, hrings, þríhyrnings og X, en þetta eru þau merki sem hafa skreytt console fjarstýringar Playstation tölvanna frá upphafi. Fyrir neðan myndina stendur síðan: "Dieci anni di passione" sem þýðir í raun "10 ár af ástríðu". "Nú hafa þeir einfaldlega gengið of langt" segir Antonio Sciortino, ritstjóri kaþólsks trúarrits í Ítalíu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfirmenn Sony dregið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Árni Pétur Leikjavélar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Ný auglýsing sem var gerð til að fagna 10 ára afmæli Playstation tölvunnar víðfrægu hefur valdið miklum usla í Ítalíu og Vatíkanið hefur opinberlega fordæmt þessa auglýsingu. Sony hefur núna tekið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Auglýsingin sem um ræðir birtist í fjölmörgum tímaritum og dagblöðum í Ítalíu. Á henni er mynd af ungum manni með sauðslegt bros og þyrnikórónu á hausnum, þar sem þyrnarnir mynda form kassa, hrings, þríhyrnings og X, en þetta eru þau merki sem hafa skreytt console fjarstýringar Playstation tölvanna frá upphafi. Fyrir neðan myndina stendur síðan: "Dieci anni di passione" sem þýðir í raun "10 ár af ástríðu". "Nú hafa þeir einfaldlega gengið of langt" segir Antonio Sciortino, ritstjóri kaþólsks trúarrits í Ítalíu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfirmenn Sony dregið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar.
Árni Pétur Leikjavélar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira