Innlent

Færri ráðuneyti

Jafnframt vill Samfylkingin að lög verði sett um óháðar rannsóknarnefndir sem myndu taka að sér að kanna málin þegar rökstuddur grunur leikur á að stjórnvöld eða aðrir sem fara með völd í samfélaginu hafi misbeitt þeim völdum. Einnig að rannsóknir á þróun valds og lýðræðis fari fram, svipaðar þeim sem önnur Norðurlönd eru nú að láta gera, og að skipun embættismanna verði endurskoðuð í þeim tilgangi að skilja pólitísk störf frá faglega skipuðum embættum Stjórnarráðsins. "Við viljum að það sé gerður mjög skýr greinarmunur, þannig að fólk viti hvenær hið pólitíska vald er á ferðinni og hvenær það er faglegt vald," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×