Innlent

Nei takkinn gerður óvirkur fyrir kjör þingforseta

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gerir kosningu forseta Alþingis við þingsetningu í gær að umtalsefni á heimasíðu sinni. Magnús kallar atkvæðagreiðsluna skrípaleik. Við atkvæðagreiðlsuna, hafði NEI takkinn verið gerður óvirkur hjá þingmönnum, þannig að bara var hægt að velja JÁ, eða takkann sem gefur til kynna að þingmaður greiði ekki atkvæði, heldur sitji hjá. Þannig hafi ekki komið fram við kosninguna hve margir voru hreinlega og alfarið á móti því að Sólveig Pétursdóttir yrði forseti. Magnús segir þingmenn Frjálslynda flokksins ekki hafa greitt Sólveigu atvkæði sitt í mótmælaskyni við þann valdhroka meirihlutans að lýsa því fyrirfram yfir hver eigi að  vera þingforseti. Þá þyki þeim ófært að Sólveig Pétursdóttir gegni þessu embætti á meðan olíusamráðsmálið, þar sem eiginmaður hennar er í lykilhlutverki, hefur ekki verið til lykta leitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×