Innlent

Alþingi sett í dag

Hundrað þrítugasta og annað löggjafarþing Íslendinga verður sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst nú klukkan hálftvö með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Valgeir Ástráðsson, predikar og þjónar fyrir altari, ásamt biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.  Forseti Íslands setur Alþingi, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, við fundarstjórn, minnist  látinna alþingismanna og stjórnar síðan kjöri forseta Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×