Innlent

Björn sækist eftir 7. sæti

Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Í tilkynningu kemur fram að Björn hyggist einkum beina kröftum sínum að íþrótta- og æskulýðsmálum og málefnum aldraðra. Björn er fimmtugur. Hann lauk námi í húsgagnasmíði 1979 en hóf störf sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1981. Þar varð hann varðstjóri og sviðsstjóri uns hann var ráðinn framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf., dótturfélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Félagið á og rekur Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð ásamt öðrum fasteignum SHS. Björn hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og var meðal annars formaður Landssambands sjúkraflutningamanna um skeið, átti sæti í skólaráði Brunamálaskólans og í sjúkraflutningaráði. Hann er í aðalstjórn íþróttafélagsins Fylkis og í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Hann er auk þess formaður félags Sjálfstæðismanna í Árbæjarhverfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×