Innlent

Mótmæla uppsögnum á Siglufirði

Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Símans að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum í ályktun sem ráðið sendir frá sér í dag. Þar er bent á að á tímum geti Siglufjörður verið einangraður staður og gríðarlega mikilvægt sé að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál. Siglfirðingar muni ekki sætta sig við þá skerðingu á þjónustu og öryggi sem þessi ákvörðun hafi í för með sér og bæjaryfirvöld muni leita allra leiða til þess að úr þessum þáttum verði bætt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×