Innlent

Geir hættir í stjórnarskrárnefnd

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. Hlutverk stjórnarskrárnefndarinnar er að endurskoða einkum þrjá kafla stjórnarskrárinnar eða þá sem fjalla um hlutverk og valdsvið forseta Íslands og dómsvaldið. Nefndin er pólitískt skipuð og eiga fulltrúar allra flokka sæti í henni auk þess sem fjögurra manna sérfræðinganefnd á vegum forsætisráðuneytisins er henni til halds og trausts.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×