Innlent

Ekki einhugur um sameiningu

Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Á fundi hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæjarstjórn að samkvæmt skýrslu ráðfgjafaryritækisins ParX sé góður grundvöllur ákvörðunartöku fyrir íbúa sveitarfélaganna og að fjölmargir þættir eins og þjónustu- og fjárhagsmál og margvíslegir hagsmunir sveitarfélaganna séu góðir kosur fyrir íbúana. bæjarstjórnin lýsir því yfir stuðningi sínum við saneiningu sveitarfélaganna. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps tjáði sig um sömu skýrslu og telur hana góðan grunn fyrir íbúa til þess að mynda sér skoðun á þeim sameiningarkosti sem fyrir liggur. Einnig benda þeir á að ákvörðun um sameiningu sé í höndum kjósenda og því tekur hreppsnefndin sem slík ekki afstöðu til málsins. Jón Gunnarsson, oddviti hreppsnefndar og formaður samráðsnefndar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunni að ekki hefði ríkt einugur innan hreppsnefndar um málið og því hefði hefði verið ákveðið að gera enga bókun til stuðnings eða á móti sameiningunni. Hann segist sjálfur vera fylgjandi henni og hann sagði að tveir væru meðmæltir, tveir á móti og einn hefði ekki gert upp hug sinn enn þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×