Innlent

Sigríður Dúna verður sendiherra

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, er eiginmaður Sigríðar Dúnu. Þegar fréttastofa hafði samband við hann sagðist hann þá ekki enn hafa fengið fregnirnar og að hann þyrfti að muna að koma við í blómabúð á leiðinni heim úr vinnu í dag. Hann sagðist ekki ætla að flytja sjálfur til Suður-Afríku fyrst um sinn en tíminn mundi leiða í ljós hvað síðar yrði. Hann væri enn í fullu starfi sem forstjóri Landsvirkjunnar. Þá skipaði Davíð einnig Kristján Andra Stefánsson sendiherra frá 1. október 2005. Kristján Andri tekur við sem stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA frá 1. nóvember 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×