Innlent

Mótmælir aðkomu ríkis og borgar

Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð. Í tilkynningu frá Frjálshyggjufélaginu segir að þótt það sé ekki andvígt uppbyggingunni þá sé félagið andvígt aðkomu hins opinbera að fjármögnuninni. Eðlilegra væri að greiddar væru niður skuldir eða skattar lækkaðir, enda sé hvort tveggja verðug verkefni. Geti áhugamenn um knattspyrnu ekki nurlað sjálfir saman þeim fjármunum sem þarf til uppbyggingarinnar, er það órækur vitnisburður þess að áhugi á uppbyggingunni sé ekki nægur til að réttlæta framkvæmdina, eins og það er orðað í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×