Innlent

Síðasti fulli vinnudagur Davíðs

Dagurinn í dag er síðasti fulli vinnudagur Davíðs Oddssonar í embætti utanríkisráðherra. Á morgun hefur verið boðað til ríkisráðsfundar þar sem Davíð mun segja af sér ráðherradómi og Geir H. Haarde tekur við embætti utanríkisráðherra. Á sama fundi mun Árni Mathiesen láta af embætti sjávarútvegsráðherra og taka við embætti fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og sest í stól sjávarútvegsráðherra. Davíð Oddsson verður svo seðlabankastjóri og lýkur þar með um þrjátíu ára stjórnmálaferli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×