Innlent

Vernda þarf kóral við Íslandsmið

Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum. Nákvæm kortlagning sé forsenda þess að hægt sé að ákvarða hvað eru viðkvæm hafsvæði og til að móta stefnu í því hvað þurfi að vernda mikið af þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×