Halldór tapar trúnaði flokksins 18. september 2005 00:01 Framsóknarmenn, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, segja að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, njóti ekki lengur nægilegs trúnaðar og þurfi jafnvel að víkja, eigi að tryggja Framsóknarflokknum gott gengi í næstu þingkosningum. Með yfirlýsingu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lýsti yfir framboði Íslands til öryggisráðsins, hafi Halldór enn og aftur tekið ákvörðun sem ekki hafi verið samþykkt í þingflokknum. Framsóknarmenn eru ósáttir við framgöngu Halldórs af tveimur ástæðum. Annars vegar eru margir í grasrótinni óánægðir með ákvörðunina sjálfa og eru á móti því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Hins vegar er óánægja í þingflokknum yfir því að Halldór skuli hafa lýst framboði Íslands yfir og þar með gert Framsóknarflokkinn ábyrgan fyrir ákvörðuninni í stað þess að leita eftir þeirri þverpólitísku samstöðu sem auðveldlega hefði átt að nást um málið, eða jafnvel að láta Geir H. Haarde, tilvonandi utanríkisráðherra, um yfirlýsinguna eins og Davíð Oddsson, fráfarandi utanríksiráðherra, hafði lagt til. Heimildarmenn úr þingflokknum óttast að með því að lýsa yfir framboðinu hafi Halldór því gert Framsóknarflokkinn ábyrgan og að öll sú gagnrýni sem upp geti komið, annars vegar vegna kostnaðarins sem af framboðinu hlýst og hins vegar ef við náum ekki sæti, beinist þá að Framsóknarflokknum einum, en hann megi síst við því. Heimildarmenn Fréttablaðsins, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, ganga jafnvel svo langt að segja að öll forysta flokksins þurfi að fara frá því hún hafi gerst sek um að koma flokknum í þau vandræði sem hann er nú í, með því að tryggja ekki að samráð hafi verið um stór mál innan flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Framsóknarmenn, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, segja að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, njóti ekki lengur nægilegs trúnaðar og þurfi jafnvel að víkja, eigi að tryggja Framsóknarflokknum gott gengi í næstu þingkosningum. Með yfirlýsingu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lýsti yfir framboði Íslands til öryggisráðsins, hafi Halldór enn og aftur tekið ákvörðun sem ekki hafi verið samþykkt í þingflokknum. Framsóknarmenn eru ósáttir við framgöngu Halldórs af tveimur ástæðum. Annars vegar eru margir í grasrótinni óánægðir með ákvörðunina sjálfa og eru á móti því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Hins vegar er óánægja í þingflokknum yfir því að Halldór skuli hafa lýst framboði Íslands yfir og þar með gert Framsóknarflokkinn ábyrgan fyrir ákvörðuninni í stað þess að leita eftir þeirri þverpólitísku samstöðu sem auðveldlega hefði átt að nást um málið, eða jafnvel að láta Geir H. Haarde, tilvonandi utanríkisráðherra, um yfirlýsinguna eins og Davíð Oddsson, fráfarandi utanríksiráðherra, hafði lagt til. Heimildarmenn úr þingflokknum óttast að með því að lýsa yfir framboðinu hafi Halldór því gert Framsóknarflokkinn ábyrgan og að öll sú gagnrýni sem upp geti komið, annars vegar vegna kostnaðarins sem af framboðinu hlýst og hins vegar ef við náum ekki sæti, beinist þá að Framsóknarflokknum einum, en hann megi síst við því. Heimildarmenn Fréttablaðsins, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, ganga jafnvel svo langt að segja að öll forysta flokksins þurfi að fara frá því hún hafi gerst sek um að koma flokknum í þau vandræði sem hann er nú í, með því að tryggja ekki að samráð hafi verið um stór mál innan flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira