Innlent

Vilja að staðið verði við framboð

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að skorast ekki undan ábyrgð í alþjóðasamstarfi og leggst eindregið gegn því að framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka í ályktun sem hún sendi frá sér í dag. Þar segir enn fremur að sjálfstæð fullvalda þjóð verði að taka fullan þátt í samstarfi þjóðanna og getur ekki einvörðungu verið þiggjandi í því sambandi. Ungir framsóknarmenn telja sjálfsagt að skoða hvernig hagkvæmast verði staðið að framboðinu en stjórn SUF hvetji ríkisstjórnina til að halda áfram að nota framboðið til að klára uppbyggingu og endurskoðun utanríkisþjónustunnar með því að taka upp stjórnmálasamband við öll ríki heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×