Framboð til öryggisráðs í uppnámi 17. september 2005 00:01 Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira