Tók af öll tvímæli um framboð 16. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010 og fengi íslenski fulltrúinn ekki neitunarvald eins og fulltrúar ríkja með fastafulltrúa. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði nýverið að það biði Geirs Haarde, verðandi utanríkisráðherra, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Geir hefur sagt að hann vilji ekki tjá sig um málð fyrr en hann hefur formlega tekið við embætti utanríkisráðherra og var það ítrekað í ráðuneytinu í morgun en nú liggur ákvörðunin hins vegar fyrir. Athygli vekur að í frétt frá forsætisráðuneytinu um innihald ræðu Halldórs, en tilkynningin var send út rétt fyrir miðnætti, er ekki minnst einu orði á þessa yfirlýsingu hans og í ræðu Halldórs, sem væntanlega var birt eftir handriti hans á vef Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, var yfirlýsingin heldur ekki með, en Halldór bar hana hins vegar fram alveg í lok ræðunnar á fundinum sjálfum. Áætlað hefur verið að það kosti um það bil 600 milljónir króna að vinna framboðinu fylgi því fleiri ríki sækjast eftir sætinu. Ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna hafa þegar lýst stuðningi við framboðið og líta á fulltrúa Íslendinga í ráðinu sem fulltrúa Norðurlanda allra samkvæmt þeirri hefð að Noðrurlöndin standa saman á þessum vettvangi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa líka lýst stuðningi við framboð Íslendinga þótt niðurstaða sé alls ekki í hendi. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010 og fengi íslenski fulltrúinn ekki neitunarvald eins og fulltrúar ríkja með fastafulltrúa. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði nýverið að það biði Geirs Haarde, verðandi utanríkisráðherra, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Geir hefur sagt að hann vilji ekki tjá sig um málð fyrr en hann hefur formlega tekið við embætti utanríkisráðherra og var það ítrekað í ráðuneytinu í morgun en nú liggur ákvörðunin hins vegar fyrir. Athygli vekur að í frétt frá forsætisráðuneytinu um innihald ræðu Halldórs, en tilkynningin var send út rétt fyrir miðnætti, er ekki minnst einu orði á þessa yfirlýsingu hans og í ræðu Halldórs, sem væntanlega var birt eftir handriti hans á vef Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, var yfirlýsingin heldur ekki með, en Halldór bar hana hins vegar fram alveg í lok ræðunnar á fundinum sjálfum. Áætlað hefur verið að það kosti um það bil 600 milljónir króna að vinna framboðinu fylgi því fleiri ríki sækjast eftir sætinu. Ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna hafa þegar lýst stuðningi við framboðið og líta á fulltrúa Íslendinga í ráðinu sem fulltrúa Norðurlanda allra samkvæmt þeirri hefð að Noðrurlöndin standa saman á þessum vettvangi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa líka lýst stuðningi við framboð Íslendinga þótt niðurstaða sé alls ekki í hendi.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira