Af pólitískum tómarúmum 12. september 2005 00:01 Nú þegar lokið er mærðarlegri skjallumræðunni um stórfengleik Davíðs Oddssonar - sem vissulega var eðlileg og sjálfsögð í tilefni af starfslokum hans í pólitík - hljóta sjónir manna að beinast að þróun íslenskra stjórnmála eftir Davíð. Hin pólitíska staða er í einum svip orðin gjörbreytt og miklar breytingar fram undan. Slíkum breytingum fylgir ávallt nokkur óstöðugleiki og óvissa og víst er að svo mun einnig verða nú. Óvissan mun hafa veruleg áhrif á allt litróf hins pólitíska veruleika, enda eru spurningarnar og álitamálin fjölbreytileg sem vakna við tíðindi vikunnar. Fyrsta spurningin lítur kannski að því hversu pólitískt óvirkur Davíð muni í raun verða í stjórnmálum? Mikið af því valdi sem hann hefur haft undanfarna áratugi hefur tengst persónu hans, og í stöðu formanns bankastjórnar Seðlabankans er hann vissulega í aðstöðu til að kippa áfram í spotta og láta til sín taka á bak við tjöldin. Almælt var til dæmis að Finnur Ingólfsson hafi haft veruleg pólitísk afskipti af framgagni mála í Framsóknarflokknum þótt hann hafi verið orðinn seðlabankastjóri. Önnur spurning snýr að þeirri stöðu sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn í þegar hans helsti bandamaður í pólitík síðustu tíu árin er farinn af vettvangi. Í hönd fara tímar flokkspólitískra átaka í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og síðan alþingiskosningar í framhaldinu. Sé komin þreyta í stjórnarsamstarfið, eins og margir hafa talið sig merkja, mun það verða mun erfiðara verkefni fyrir forsætisráðherra að halda niðri átökum og árekstrum án aðstoðar hins sterka og drottnandi félaga í samstarfsflokknum. Í þriðja lagi munu stjórnarandstöðuflokkarnir telja sig eiga sóknarfæri í gagnrýninni eftir að stjórnarliðið hefur ekki lengur á að skipta Davíð Oddssyni. Það hefur þannig myndast umtalsvert tómarúm í stjórnmálunum, sem getur haft veruleg áhrif á framvinduna í baráttu stjórnmálaflokkanna. En þótt tómarúmsins verði vart í almennri stjórnmálabaráttu og stjórnmálaástandi er ljóst að það mun mest áhrif hafa á framvinduna innanhúss hjá Sjálfstæðisflokknum sjálfum. Ein arfleið Davíðs Oddssonar er að hann vakti til vegs á ný stjórnunarstíl foringjastjórnmálanna. Hann var hinn sterki foringi, sem ávallt átti síðasta orðið og raunar talsvert oft það fyrsta líka. Allt stjórnmálastarf flokksins stóð því í skugga formannsins og sjálfsmynd flokksins var meira og minna skilgreind út frá honum. Það hafði vissulega sína kosti og varð flokknum oft til framdráttar. Á öðrum sviðum er þetta hins vegar fötlun. Á meðan foringjans nýtur við verða gallarnir ekki mjög áberandi, en þegar hann fer koma þeir í ljós. Þannig er ljóst að fram undan er í Sjálfstæðisflokknum tímabil átaka milli manna og fylkinga og umræða mun spretta fram sem legið hefur í láginni um margra missera skeið. Það eru vissulega pólitísk tíðindi að Davíð skuli sjálfur hafa útnefnt Geir Haarde sem eftirmann sinn á formannsstóli. Þótt Geir sé farsæll og hæfur stjórnmálamaður getur verið erfitt fyrir hann að ná utan um alla þá þræði sem Davíð hefur ofið saman á löngum ferli. Hann mun einfaldlega þurfa talsverðan tíma til að festa sig í sessi. Hin hliðin á því að Geir er krýndur eftirmaður Davíðs er að Björn Bjarnason er úr leik að þessu leyti, en oft er talað um Björns-arminn og Geirs-arminn í flokknum. Þó Björn játi sig sigraðan í forustuátökum er ekki víst að stuðningsmenn hans sætti sig við þessa niðurstöðu. Fram undan eru harðvítug átök um varaformennskuna í flokknum þar sem ráðherrarnir Árni Mathiesen og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og fulltrúi alveg nýrrar kynslóðar, Bjarni Benediktsson munu verða meðal keppenda. Ugglaust verður þar teflt saman sjónarmiðum reynslunnar, kvennapólitíkur og þarfarinnar á kynslóðaskiptum. Þegar síðan lengra líður munu fleiri mál gjósa upp sem haldið hefur verið niðri undir þrýstingi hins sterka formanns. Evrópumálin eru þar á meðal og samskipti flokksins við hina ofurríku auðmenn sem vaxið hafa upp í nýjum efnahagsveruleika. Það er því ljóst að á fjölmörgum sviðum mun glóð pólitískra átaka ná að magnast og verða að eldum – við það eitt að vindurinn fer úr foringjastjórnmálum sjálfstæðismanna. Það er því ekki að undra þótt margir sjálfstæðismenn hafi áhyggjur af því sem framtíðin kanna að bera í skauti sér. Sporin hræða – því þegar allt kemur til alls er þetta jú ekki í fyrsta sinn sem Davíð Oddsson yfirgefur snögglega þann pólitíska vettvang sem hann starfar á. Það gerði hann árið 1991 þegar hann hvarf úr borgarstjórnarpólitíkinni. Þar hefur flokknum enn ekki tekist svo vel sé að vinna úr því tómarúmi sem myndaðist, þrátt fyrir að Davíð hafi þá - eins og nú - útnefnt eftirmann og þrátt fyrir að flokkurinn hafi í raun haft á að skipa glæsilegum og frambærilegum frambjóðendum sem tóku við keflinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Nú þegar lokið er mærðarlegri skjallumræðunni um stórfengleik Davíðs Oddssonar - sem vissulega var eðlileg og sjálfsögð í tilefni af starfslokum hans í pólitík - hljóta sjónir manna að beinast að þróun íslenskra stjórnmála eftir Davíð. Hin pólitíska staða er í einum svip orðin gjörbreytt og miklar breytingar fram undan. Slíkum breytingum fylgir ávallt nokkur óstöðugleiki og óvissa og víst er að svo mun einnig verða nú. Óvissan mun hafa veruleg áhrif á allt litróf hins pólitíska veruleika, enda eru spurningarnar og álitamálin fjölbreytileg sem vakna við tíðindi vikunnar. Fyrsta spurningin lítur kannski að því hversu pólitískt óvirkur Davíð muni í raun verða í stjórnmálum? Mikið af því valdi sem hann hefur haft undanfarna áratugi hefur tengst persónu hans, og í stöðu formanns bankastjórnar Seðlabankans er hann vissulega í aðstöðu til að kippa áfram í spotta og láta til sín taka á bak við tjöldin. Almælt var til dæmis að Finnur Ingólfsson hafi haft veruleg pólitísk afskipti af framgagni mála í Framsóknarflokknum þótt hann hafi verið orðinn seðlabankastjóri. Önnur spurning snýr að þeirri stöðu sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn í þegar hans helsti bandamaður í pólitík síðustu tíu árin er farinn af vettvangi. Í hönd fara tímar flokkspólitískra átaka í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og síðan alþingiskosningar í framhaldinu. Sé komin þreyta í stjórnarsamstarfið, eins og margir hafa talið sig merkja, mun það verða mun erfiðara verkefni fyrir forsætisráðherra að halda niðri átökum og árekstrum án aðstoðar hins sterka og drottnandi félaga í samstarfsflokknum. Í þriðja lagi munu stjórnarandstöðuflokkarnir telja sig eiga sóknarfæri í gagnrýninni eftir að stjórnarliðið hefur ekki lengur á að skipta Davíð Oddssyni. Það hefur þannig myndast umtalsvert tómarúm í stjórnmálunum, sem getur haft veruleg áhrif á framvinduna í baráttu stjórnmálaflokkanna. En þótt tómarúmsins verði vart í almennri stjórnmálabaráttu og stjórnmálaástandi er ljóst að það mun mest áhrif hafa á framvinduna innanhúss hjá Sjálfstæðisflokknum sjálfum. Ein arfleið Davíðs Oddssonar er að hann vakti til vegs á ný stjórnunarstíl foringjastjórnmálanna. Hann var hinn sterki foringi, sem ávallt átti síðasta orðið og raunar talsvert oft það fyrsta líka. Allt stjórnmálastarf flokksins stóð því í skugga formannsins og sjálfsmynd flokksins var meira og minna skilgreind út frá honum. Það hafði vissulega sína kosti og varð flokknum oft til framdráttar. Á öðrum sviðum er þetta hins vegar fötlun. Á meðan foringjans nýtur við verða gallarnir ekki mjög áberandi, en þegar hann fer koma þeir í ljós. Þannig er ljóst að fram undan er í Sjálfstæðisflokknum tímabil átaka milli manna og fylkinga og umræða mun spretta fram sem legið hefur í láginni um margra missera skeið. Það eru vissulega pólitísk tíðindi að Davíð skuli sjálfur hafa útnefnt Geir Haarde sem eftirmann sinn á formannsstóli. Þótt Geir sé farsæll og hæfur stjórnmálamaður getur verið erfitt fyrir hann að ná utan um alla þá þræði sem Davíð hefur ofið saman á löngum ferli. Hann mun einfaldlega þurfa talsverðan tíma til að festa sig í sessi. Hin hliðin á því að Geir er krýndur eftirmaður Davíðs er að Björn Bjarnason er úr leik að þessu leyti, en oft er talað um Björns-arminn og Geirs-arminn í flokknum. Þó Björn játi sig sigraðan í forustuátökum er ekki víst að stuðningsmenn hans sætti sig við þessa niðurstöðu. Fram undan eru harðvítug átök um varaformennskuna í flokknum þar sem ráðherrarnir Árni Mathiesen og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og fulltrúi alveg nýrrar kynslóðar, Bjarni Benediktsson munu verða meðal keppenda. Ugglaust verður þar teflt saman sjónarmiðum reynslunnar, kvennapólitíkur og þarfarinnar á kynslóðaskiptum. Þegar síðan lengra líður munu fleiri mál gjósa upp sem haldið hefur verið niðri undir þrýstingi hins sterka formanns. Evrópumálin eru þar á meðal og samskipti flokksins við hina ofurríku auðmenn sem vaxið hafa upp í nýjum efnahagsveruleika. Það er því ljóst að á fjölmörgum sviðum mun glóð pólitískra átaka ná að magnast og verða að eldum – við það eitt að vindurinn fer úr foringjastjórnmálum sjálfstæðismanna. Það er því ekki að undra þótt margir sjálfstæðismenn hafi áhyggjur af því sem framtíðin kanna að bera í skauti sér. Sporin hræða – því þegar allt kemur til alls er þetta jú ekki í fyrsta sinn sem Davíð Oddsson yfirgefur snögglega þann pólitíska vettvang sem hann starfar á. Það gerði hann árið 1991 þegar hann hvarf úr borgarstjórnarpólitíkinni. Þar hefur flokknum enn ekki tekist svo vel sé að vinna úr því tómarúmi sem myndaðist, þrátt fyrir að Davíð hafi þá - eins og nú - útnefnt eftirmann og þrátt fyrir að flokkurinn hafi í raun haft á að skipa glæsilegum og frambærilegum frambjóðendum sem tóku við keflinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun