Innlent

Björn ekki á útleið

"Fyrir þingkosningarnar 2007 mun ég taka ákvörðun um, hvort ég býð mig fram að nýju, eða sný mér að öðru. Allar vangaveltur um, að ég ætli ekki að sitja út þetta kjörtímabil eru úr lausu lofti gripnar," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, í pistli á heimasíðu sinni. Í pistli sínum vitnar Björn til orða Davíðs Oddssonar, þegar hann tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálum, um að Sjálfstæðisflokkurinn væri ein sterk heild á landsvísu. Björn tekur undir mikilvægi þessa og segir það hafa sannast á óförum Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum hversu illa klofningur getur leikið flokka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×