Skrattinn með í ráðum 1. september 2005 00:01 Þegar ég er í líkamsræktinni er opið fyrir fjórar sjónvarpsstöðvar sem maður kemst varla hjá að horfa á nema maður setji blöðkur fyrir augun. Það er ráðgáta hversu mikið af sjónvarpsefni nútímans gengur út á að höfða til lægstu hvata. Þarna er fólk sem gleypir orma, fólk sem grenjar á skerminum af löngun til að komast í lýtaaðgerðir, ungt fólk sem stundar hórerí á strandhótelum, fólk sem traðkar á náunganum í von um að vinna einhverjar furðulegar keppnir, fólk sem hikar ekki við að bera lágkúrulegustu tilfinningar sínar á torg. --- --- --- Allt er þetta í nafni gróðafíknar og sýniþarfar. Dauðasyndirnar sjö eru hafðar sem skemmtiefni i sjónvarpinu hvern dag: ágirnd, öfund, losti, græðgi, reiði, hroki, leti. Það má kannski segja að sumt af þessu séu furðu frumlegar stúdíur i syndsamlegu líferni. Því ekki vantar hugmyndaflugið í óhroðann. Ef ég væri aðeins meira á þeirri línu myndi ég segja að Skrattinn væri þarna með í ráðum. Hann hlýtur altént að skemmta sér konunglega. --- --- --- Letin er aðallega hlutskipti þeirra sem eru að horfa heima í stofu. Sjónvarpið er andstæða carpe diem. Eyddu tímanum í ekkert og vertu vansæll. --- --- --- Það er ekki síður skuggalegt hvernig fólk er farið að lifa lífi sínu æ meira í gegnum sjónvarpið. Ótrúlega stór hluti frétta í fjölmiðlum snýst til dæmis um eitthvað sem gerist í sjónvarpinu; þannig nærir þessi maskína sjálfa sig. Ung blaðakona af Fréttablaðinu kvartaði undan því við mig að hún væri alltaf að fjalla um sjónvarpið; þessi unga hugsjónakona, nýkomin úr háskóla, taldi sig hafa farið að vinna í fjölmiðlum til að skrifa um eitthvað sem væri raunverulegt, skipti máli. Í staðinn var hún sífellt að fást við einhverja veruleikafirringu. --- --- --- Einhvern tíma trúðu menn því að sjónvarp gæti í aðra röndina verið menntandi fjölmiðill. Það fer lítið fyrir því núna, óraunveruleikinn hefur endanlega náð völdum og maður veit ekki hvert stefnir. Um daginn las ég haft eftir Greg Dyke, fyrrverandi forstjóra BBC, að hann óttaðist það hvernig raunveruleikaþættir gengju sífellt lengra og lengra - þættirnir væru farnir að vera eins og viðrinasýningar. Dyke sagðist vera hræddur um að "eitthvað hræðilegt myndi gerast, eitthvað verulega andstyggilegt". Hins vegar er spurning hvort það yrðu endalok greinarinnar eða hvort það myndi einfaldlega skemmta Skrattanum enn frekar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Þegar ég er í líkamsræktinni er opið fyrir fjórar sjónvarpsstöðvar sem maður kemst varla hjá að horfa á nema maður setji blöðkur fyrir augun. Það er ráðgáta hversu mikið af sjónvarpsefni nútímans gengur út á að höfða til lægstu hvata. Þarna er fólk sem gleypir orma, fólk sem grenjar á skerminum af löngun til að komast í lýtaaðgerðir, ungt fólk sem stundar hórerí á strandhótelum, fólk sem traðkar á náunganum í von um að vinna einhverjar furðulegar keppnir, fólk sem hikar ekki við að bera lágkúrulegustu tilfinningar sínar á torg. --- --- --- Allt er þetta í nafni gróðafíknar og sýniþarfar. Dauðasyndirnar sjö eru hafðar sem skemmtiefni i sjónvarpinu hvern dag: ágirnd, öfund, losti, græðgi, reiði, hroki, leti. Það má kannski segja að sumt af þessu séu furðu frumlegar stúdíur i syndsamlegu líferni. Því ekki vantar hugmyndaflugið í óhroðann. Ef ég væri aðeins meira á þeirri línu myndi ég segja að Skrattinn væri þarna með í ráðum. Hann hlýtur altént að skemmta sér konunglega. --- --- --- Letin er aðallega hlutskipti þeirra sem eru að horfa heima í stofu. Sjónvarpið er andstæða carpe diem. Eyddu tímanum í ekkert og vertu vansæll. --- --- --- Það er ekki síður skuggalegt hvernig fólk er farið að lifa lífi sínu æ meira í gegnum sjónvarpið. Ótrúlega stór hluti frétta í fjölmiðlum snýst til dæmis um eitthvað sem gerist í sjónvarpinu; þannig nærir þessi maskína sjálfa sig. Ung blaðakona af Fréttablaðinu kvartaði undan því við mig að hún væri alltaf að fjalla um sjónvarpið; þessi unga hugsjónakona, nýkomin úr háskóla, taldi sig hafa farið að vinna í fjölmiðlum til að skrifa um eitthvað sem væri raunverulegt, skipti máli. Í staðinn var hún sífellt að fást við einhverja veruleikafirringu. --- --- --- Einhvern tíma trúðu menn því að sjónvarp gæti í aðra röndina verið menntandi fjölmiðill. Það fer lítið fyrir því núna, óraunveruleikinn hefur endanlega náð völdum og maður veit ekki hvert stefnir. Um daginn las ég haft eftir Greg Dyke, fyrrverandi forstjóra BBC, að hann óttaðist það hvernig raunveruleikaþættir gengju sífellt lengra og lengra - þættirnir væru farnir að vera eins og viðrinasýningar. Dyke sagðist vera hræddur um að "eitthvað hræðilegt myndi gerast, eitthvað verulega andstyggilegt". Hins vegar er spurning hvort það yrðu endalok greinarinnar eða hvort það myndi einfaldlega skemmta Skrattanum enn frekar?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun