Viðtal við Icegaming klanið 25. ágúst 2005 00:01 Icegaming klanið hefur verið boðið að keppa á CPL World Tour í Kaliforníu í Bandaríkjunum í Desember næstkomandi. GEIM sló á þráðinn í talsmann Icegaming, Þórð Þorsteinsson og fræddist aðeins um starfsemi klansins. Hvenær var Icegaming stofnað? Icegaming er eitt elsta Clanið í tölvuleikjaheiminum í dag. Það byrjaði í Quake 2 árið 1998 sem þróaðist síðan yfir í fleiri tölvuleiki. Counter-Strike var næsta deildin til að vera stofnuð og fast á eftir fylgdi Quake III Arena deildin. Nú í dag eru starfandi 5 deildir icegaming Hvað eru margir í klaninu? Við erum í kringum 50 manns allt í allt sem spila einn til 2 af þessum 6 leikjum sem icegaming nær yfir Hver er meðalaldurinn í hópnum? Miðað við Tölvuleikjasamfélagið í dag er meðalaldurinn nokkuð hár. Haldið er í ákveðinn aldurshóp til að losna við öll leiðindi og í raun og veru vandræði sem fylgja þessum góðu, yngri spilurum. Spilarar eru á aldrinum 18 - 24 ára og því er meðalaldurinn í kringum 19 ára Hvað er Icegaming helst að spila? Merkasta deildin hjá Icegaming er að sjálfsögðu Counter-Strike, enda er liðið álitið heimsklassa hópur. Settur saman úr bókstaflega bestu Counter-Strikurum landsins. Icegaming spilar: Counter-Strike Quake III Arena Battlefield 1942/Battlefield 2 (sami hópurinn) Call of Duty Warcraft III (Quake IV bætist við fljótlega þegar hann kemur út) Það er óhætt að segja að Icegaming státar yfir að vera fremsta liðið á landinu í öllum þessum Greinum Æfið þið reglulega og hvar er Icegaming með aðstöðu? Reynt er að spila saman af mesta megni á netinu nánast eingöngu. Þegar stórir leikir eru spilaðir í stærstu net deildunum þá er oftast reynt að koma mönnum fyrir heima hjá einum af spilurunum. Þegar bunker var starfandi þá var Icegaming oft spilandi þar. Hvað finnst ykkur um leikjasamfélagið á Íslandi í dag? Satt best að segja hefur samfélagið eilítið dvínað enda má segja það að yngri kynslóðir spilara eru farnar að gera vart við sig. Sumir leikirnir eru nánast búnir að vera eins og Quake III Arena þar sem ekki er lengur keppt í honum á Skjálftamótum Símans. Sömuleiðis Warcraft III. Við þurfum oftast að leita til evrópu til að fá alvöru leiki í öllum liðum clansins og það kannski segir það að Icegaming standa öðrum íslenskum liðum allt of mikið fyrir framan Hvernig kom til að ykkur var boðið að taka þátt í CPL? Fyrir 2 mánuðum var okkur boðið á spænsku keppnina GameCune sem haldin var í Bilbao en við komumst því miður ekki. Eftir okkar frábæru frammistöðu í einni virtustu keppni í evrópu, Clanbase Eurocup, þar sem við töpuðum í 8 liða úrslitum, leikur um sæti í LAN lokakeppni Eurocup í Belgíu. Með þessu sýndum við og sönnuðum að enginn veit hvað við getum enda svartími okkar gegn evrópubúum töluvert hár. CPL Mótaröðin krefst þess að þau lið sem hafa áhuga á að spila skrái sig í gagnagrunn og þaðan er valið út frá því. Icegaming var eitt af þeim 32 liðum sem mæta til keppni. Mörg helstu lið heimsins mæta á þessa keppni enda er mikið í húfi. Þau lið sem sigra fá sæti í Lokakeppni CPL World Tour í Kaliforníu í desember. Þetta er í fyrsta skiptið sem Icegaming fer á svona mót en 3 spilarar í hópnum sem fer út hafa keppt áður með claninu Drake á CPL Winter í Texas fyrir ári síðan. Í hvaða leikjum keppir Icegaming á CPL? Icegaming keppir í Counter-Strike á CPL. Eingunis er keppt í 2 greinum á CPL sem er Counter-Strike og Painkiller. Hvernig er staðið að ferðinni, greiðið þið hana sjálfir eða hafið þið bakhjarla? Við höfum 2 bakhjarla fyrir ferðina. Tölvuvirkni og Domino's Pizza. Þessi fyrirtæki gefa okkur nóg fjármagn til að borga flugferðina og inn á mótið sjálft. Við erum 2 skipuleggjendur (Helgi Mikael og Þórður) og förum ásamt liðinu að sjálfsögðu, 5 manns Stefnir Icegaming á atvinnumennsku? Við erum klárlega hópur á heimsmælikvarða en hinsvegar má ekki gleyma því að við erum einungis hópur á Íslandi sem töluvert erfitt er að fá einn alsherjar bakhjarl eins og öll bestu lið heimsins hafa sem borga allar ferðir út í skiptum fyrir ákveðna prósentu af sigurlaununum. Þessi ferð okkar á CPL í Bretlandi verður nokkurnvegin okkar frumraun í svona stóru keppnum og eftir hana má sjá hvort við séum lið sem getur spilað til sigurst á svona stórri keppni. Hafið þið einhver ráð fyrir unga spilara sem hyggja á landvinninga í þessum geira? Finna sér góða félaga og halda sig með þeim eins lengi og hægt er. Því lengur sem liðin spila saman því meira kunna þeir inn á hvorn annan. Það er ekkert skemmtilegra en að vera hluti af góðum hópi þar sem menn spila saman bæði til að skemmta sér og til þess að vinna. Getan skiptir ekki endilega öllu máli heldur skiptir samheldni liðsins öllu máli. Aðalatriðið er líka að spila leikinn í hófi og einfaldlega hafa skipulagða æfingatíma fyrir liðið þitt. Franz Leikjavísir Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Icegaming klanið hefur verið boðið að keppa á CPL World Tour í Kaliforníu í Bandaríkjunum í Desember næstkomandi. GEIM sló á þráðinn í talsmann Icegaming, Þórð Þorsteinsson og fræddist aðeins um starfsemi klansins. Hvenær var Icegaming stofnað? Icegaming er eitt elsta Clanið í tölvuleikjaheiminum í dag. Það byrjaði í Quake 2 árið 1998 sem þróaðist síðan yfir í fleiri tölvuleiki. Counter-Strike var næsta deildin til að vera stofnuð og fast á eftir fylgdi Quake III Arena deildin. Nú í dag eru starfandi 5 deildir icegaming Hvað eru margir í klaninu? Við erum í kringum 50 manns allt í allt sem spila einn til 2 af þessum 6 leikjum sem icegaming nær yfir Hver er meðalaldurinn í hópnum? Miðað við Tölvuleikjasamfélagið í dag er meðalaldurinn nokkuð hár. Haldið er í ákveðinn aldurshóp til að losna við öll leiðindi og í raun og veru vandræði sem fylgja þessum góðu, yngri spilurum. Spilarar eru á aldrinum 18 - 24 ára og því er meðalaldurinn í kringum 19 ára Hvað er Icegaming helst að spila? Merkasta deildin hjá Icegaming er að sjálfsögðu Counter-Strike, enda er liðið álitið heimsklassa hópur. Settur saman úr bókstaflega bestu Counter-Strikurum landsins. Icegaming spilar: Counter-Strike Quake III Arena Battlefield 1942/Battlefield 2 (sami hópurinn) Call of Duty Warcraft III (Quake IV bætist við fljótlega þegar hann kemur út) Það er óhætt að segja að Icegaming státar yfir að vera fremsta liðið á landinu í öllum þessum Greinum Æfið þið reglulega og hvar er Icegaming með aðstöðu? Reynt er að spila saman af mesta megni á netinu nánast eingöngu. Þegar stórir leikir eru spilaðir í stærstu net deildunum þá er oftast reynt að koma mönnum fyrir heima hjá einum af spilurunum. Þegar bunker var starfandi þá var Icegaming oft spilandi þar. Hvað finnst ykkur um leikjasamfélagið á Íslandi í dag? Satt best að segja hefur samfélagið eilítið dvínað enda má segja það að yngri kynslóðir spilara eru farnar að gera vart við sig. Sumir leikirnir eru nánast búnir að vera eins og Quake III Arena þar sem ekki er lengur keppt í honum á Skjálftamótum Símans. Sömuleiðis Warcraft III. Við þurfum oftast að leita til evrópu til að fá alvöru leiki í öllum liðum clansins og það kannski segir það að Icegaming standa öðrum íslenskum liðum allt of mikið fyrir framan Hvernig kom til að ykkur var boðið að taka þátt í CPL? Fyrir 2 mánuðum var okkur boðið á spænsku keppnina GameCune sem haldin var í Bilbao en við komumst því miður ekki. Eftir okkar frábæru frammistöðu í einni virtustu keppni í evrópu, Clanbase Eurocup, þar sem við töpuðum í 8 liða úrslitum, leikur um sæti í LAN lokakeppni Eurocup í Belgíu. Með þessu sýndum við og sönnuðum að enginn veit hvað við getum enda svartími okkar gegn evrópubúum töluvert hár. CPL Mótaröðin krefst þess að þau lið sem hafa áhuga á að spila skrái sig í gagnagrunn og þaðan er valið út frá því. Icegaming var eitt af þeim 32 liðum sem mæta til keppni. Mörg helstu lið heimsins mæta á þessa keppni enda er mikið í húfi. Þau lið sem sigra fá sæti í Lokakeppni CPL World Tour í Kaliforníu í desember. Þetta er í fyrsta skiptið sem Icegaming fer á svona mót en 3 spilarar í hópnum sem fer út hafa keppt áður með claninu Drake á CPL Winter í Texas fyrir ári síðan. Í hvaða leikjum keppir Icegaming á CPL? Icegaming keppir í Counter-Strike á CPL. Eingunis er keppt í 2 greinum á CPL sem er Counter-Strike og Painkiller. Hvernig er staðið að ferðinni, greiðið þið hana sjálfir eða hafið þið bakhjarla? Við höfum 2 bakhjarla fyrir ferðina. Tölvuvirkni og Domino's Pizza. Þessi fyrirtæki gefa okkur nóg fjármagn til að borga flugferðina og inn á mótið sjálft. Við erum 2 skipuleggjendur (Helgi Mikael og Þórður) og förum ásamt liðinu að sjálfsögðu, 5 manns Stefnir Icegaming á atvinnumennsku? Við erum klárlega hópur á heimsmælikvarða en hinsvegar má ekki gleyma því að við erum einungis hópur á Íslandi sem töluvert erfitt er að fá einn alsherjar bakhjarl eins og öll bestu lið heimsins hafa sem borga allar ferðir út í skiptum fyrir ákveðna prósentu af sigurlaununum. Þessi ferð okkar á CPL í Bretlandi verður nokkurnvegin okkar frumraun í svona stóru keppnum og eftir hana má sjá hvort við séum lið sem getur spilað til sigurst á svona stórri keppni. Hafið þið einhver ráð fyrir unga spilara sem hyggja á landvinninga í þessum geira? Finna sér góða félaga og halda sig með þeim eins lengi og hægt er. Því lengur sem liðin spila saman því meira kunna þeir inn á hvorn annan. Það er ekkert skemmtilegra en að vera hluti af góðum hópi þar sem menn spila saman bæði til að skemmta sér og til þess að vinna. Getan skiptir ekki endilega öllu máli heldur skiptir samheldni liðsins öllu máli. Aðalatriðið er líka að spila leikinn í hófi og einfaldlega hafa skipulagða æfingatíma fyrir liðið þitt.
Franz Leikjavísir Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira