Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? 28. júlí 2005 00:01 Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/ Franz Leikjavélar Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/
Franz Leikjavélar Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira