Guðspjöll Baugs, Burðaráss og KB 24. júlí 2005 00:01 Gunnar Smári Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa tekið að sér að vera guðspjallamenn nýju peningamannanna. Báðir skrifa þeir greinar í Fréttablaðið um helgina. Gunnar Smári er í raun alltaf að skrifa sömu greinina; að hér hafi allt verið ömurlegt áður en nýju bisnessmennirnir komu til að frelsa okkur. Lífið var leiðinlegt, fásinnið þrúgandi, stjórnvöld kúguðu okkur, fjölmiðlarnir voru handónýtir. Sigmundur Ernir skrifar um kjark og djörfung þessara manna – já, hvað þeir eru frábærir. Samfélagið sé rekið áfram af áræði. Hann ber þetta saman við hina stöðnuðu og letilegu Norðurlandabúa. Hann er sammála Gunnari Smára um að það sé gaman að búa í svona landi. --- --- --- Jæja. Samt eiga Norðmenn stærsta skipastól í heimi, skip á förum um allan heim. Finnar eiga hátæknirisann Nokia. Svíar hafa verið taldir einhverjir mestu frumkvöðlar internetsins – þess utan teljast fyrirtækin Ericson og IKEA vera sænsk. Danir hafa aldrei átt neinar auðlindir en hefur samt tekist að vera ein auðugasta þjóð í heimi í mörg hundruð ár. Fyrir utan danska hönnun sem er rómuð um allan heim. En hvað væru íslendingar án hinna háu hugmynda sem þeir gera sér um sjálfan sig? Landar okkar hafa þó keypt búlgarska landsímann, Magasin du Nord og leikfangabúðina Hamleys. --- --- --- Við erum lítil þjóð með sögu kauphallarviðskipta sem ná tíu ár aftur í tímann. Því má ekki gleyma að hversu litlar sem hreyfingarnar eru teljast þær fréttnæmar á Íslandi. Fyrirtæki þurfa heldur ekki að verða ýkja stór til að vaxa ríkinu og þegnunumyfir höfuð. Eins og bent hefur verið á eru erlend fyrirtæki alls ekki neitt að fjárfesta á Íslandi; allir erlendu aðilarnir sem sýndu áhuga á símanum drógu sig í hlé. Hvaða skilaboð felast í því? --- --- --- DV hrósaði Björgólfi Thor Björgólfssyni sérstaklega fyrir að kaupa einkaþotu til að geta verið oftar með syni sínum. Sagði að aðrir feður ættu að taka hann sér til fyrirmyndar. Margir hljóta að fyllast af samviskubiti yfir þessu. En Björgólfur gæti auðvitað gengið lengra og hætt að vinna með öllu til að vera með barninu. Hann er líklega einn af fáum mönnum á Íslandi sem hefur efni á því. Fleðuskapur DV, þessa harðskeytta fjölmiðils, við ríka fólkið er reyndar svo skringilegur að í huga kemur hræsnisfyllsta sögupersóna gervallra heimsbókmenntana – Uriah Heep. --- --- --- Í framhaldi af skrifum um hryðjuverk bendi ég á síðuna http://www.unite-against-terror.com, þarna er hægt að skrá nafn sitt – en einnig er athyglisvert að lesa stefnuskrána sem fylgir með. --- --- --- Maður er pínulítið hugsi yfir kommentakerfinu hérna, hvað maður á að þola mikinn dónaskap á sinni eigin heimasíðu. Er ekki eðlilegt að fólk sem kemur hérna inn líti á sig sem einhvers konar gesti – skilji ekki of mikið rusl eftir sig? Samstarfsmenn mínir Vísi eru hrifnir af þessu fyrirkomulagi – ég hef látið þá ráða þessu. Best væri auðvitað ef menn hefðu manndóm í sér til að skrifa undir nafni. Það er asnalegt að vera með stórar fullyrðingar en þora svo ekki að leggja nafn sitt við þær. Dr. Gunni skrifar um þetta á heimasíðu sinni og aftur í DV í gær. Þetta er svohljóðandi hjá honum:"Klámhundarnir geta ekki stunið og klæmst í síma lengur af ótta við að upp um þá komist vegna símanúmerabirtanna og hafa því fundið nýja útrás og það auðvitað á netinu, þeim sloruga pytti mannsandans. Nú geta menn læðst með netveggjum, kallað sig ýmsum misgáfulegum leyninöfnum og svo klæmst á nafntoguðum einstaklingum og sagt sína skoðun "umbúðalaust", þ.e. án þeirrar ábyrgðar sem fylgir þvi að standa á bak við það sem maður segir. Snillingar eins og Guðbergur Bergsson og Egill Helgason þurfa að búa við það að einhverjir dulbúnir rúnkarar "segi sína skoðun" á þeim (les: hrauni yfir þá) í gestabókum síðanna þeirra og sorasíður eins og Málefnin og Barnaland eru fullar af másandi fólki að ybba sig í skjóli nafnleyndarinnar. Jæja, þetta er líklega betra en símadónarnir". --- --- --- Grapevine er þakkað fyrir myndskreytinguna með þessari færslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Gunnar Smári Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa tekið að sér að vera guðspjallamenn nýju peningamannanna. Báðir skrifa þeir greinar í Fréttablaðið um helgina. Gunnar Smári er í raun alltaf að skrifa sömu greinina; að hér hafi allt verið ömurlegt áður en nýju bisnessmennirnir komu til að frelsa okkur. Lífið var leiðinlegt, fásinnið þrúgandi, stjórnvöld kúguðu okkur, fjölmiðlarnir voru handónýtir. Sigmundur Ernir skrifar um kjark og djörfung þessara manna – já, hvað þeir eru frábærir. Samfélagið sé rekið áfram af áræði. Hann ber þetta saman við hina stöðnuðu og letilegu Norðurlandabúa. Hann er sammála Gunnari Smára um að það sé gaman að búa í svona landi. --- --- --- Jæja. Samt eiga Norðmenn stærsta skipastól í heimi, skip á förum um allan heim. Finnar eiga hátæknirisann Nokia. Svíar hafa verið taldir einhverjir mestu frumkvöðlar internetsins – þess utan teljast fyrirtækin Ericson og IKEA vera sænsk. Danir hafa aldrei átt neinar auðlindir en hefur samt tekist að vera ein auðugasta þjóð í heimi í mörg hundruð ár. Fyrir utan danska hönnun sem er rómuð um allan heim. En hvað væru íslendingar án hinna háu hugmynda sem þeir gera sér um sjálfan sig? Landar okkar hafa þó keypt búlgarska landsímann, Magasin du Nord og leikfangabúðina Hamleys. --- --- --- Við erum lítil þjóð með sögu kauphallarviðskipta sem ná tíu ár aftur í tímann. Því má ekki gleyma að hversu litlar sem hreyfingarnar eru teljast þær fréttnæmar á Íslandi. Fyrirtæki þurfa heldur ekki að verða ýkja stór til að vaxa ríkinu og þegnunumyfir höfuð. Eins og bent hefur verið á eru erlend fyrirtæki alls ekki neitt að fjárfesta á Íslandi; allir erlendu aðilarnir sem sýndu áhuga á símanum drógu sig í hlé. Hvaða skilaboð felast í því? --- --- --- DV hrósaði Björgólfi Thor Björgólfssyni sérstaklega fyrir að kaupa einkaþotu til að geta verið oftar með syni sínum. Sagði að aðrir feður ættu að taka hann sér til fyrirmyndar. Margir hljóta að fyllast af samviskubiti yfir þessu. En Björgólfur gæti auðvitað gengið lengra og hætt að vinna með öllu til að vera með barninu. Hann er líklega einn af fáum mönnum á Íslandi sem hefur efni á því. Fleðuskapur DV, þessa harðskeytta fjölmiðils, við ríka fólkið er reyndar svo skringilegur að í huga kemur hræsnisfyllsta sögupersóna gervallra heimsbókmenntana – Uriah Heep. --- --- --- Í framhaldi af skrifum um hryðjuverk bendi ég á síðuna http://www.unite-against-terror.com, þarna er hægt að skrá nafn sitt – en einnig er athyglisvert að lesa stefnuskrána sem fylgir með. --- --- --- Maður er pínulítið hugsi yfir kommentakerfinu hérna, hvað maður á að þola mikinn dónaskap á sinni eigin heimasíðu. Er ekki eðlilegt að fólk sem kemur hérna inn líti á sig sem einhvers konar gesti – skilji ekki of mikið rusl eftir sig? Samstarfsmenn mínir Vísi eru hrifnir af þessu fyrirkomulagi – ég hef látið þá ráða þessu. Best væri auðvitað ef menn hefðu manndóm í sér til að skrifa undir nafni. Það er asnalegt að vera með stórar fullyrðingar en þora svo ekki að leggja nafn sitt við þær. Dr. Gunni skrifar um þetta á heimasíðu sinni og aftur í DV í gær. Þetta er svohljóðandi hjá honum:"Klámhundarnir geta ekki stunið og klæmst í síma lengur af ótta við að upp um þá komist vegna símanúmerabirtanna og hafa því fundið nýja útrás og það auðvitað á netinu, þeim sloruga pytti mannsandans. Nú geta menn læðst með netveggjum, kallað sig ýmsum misgáfulegum leyninöfnum og svo klæmst á nafntoguðum einstaklingum og sagt sína skoðun "umbúðalaust", þ.e. án þeirrar ábyrgðar sem fylgir þvi að standa á bak við það sem maður segir. Snillingar eins og Guðbergur Bergsson og Egill Helgason þurfa að búa við það að einhverjir dulbúnir rúnkarar "segi sína skoðun" á þeim (les: hrauni yfir þá) í gestabókum síðanna þeirra og sorasíður eins og Málefnin og Barnaland eru fullar af másandi fólki að ybba sig í skjóli nafnleyndarinnar. Jæja, þetta er líklega betra en símadónarnir". --- --- --- Grapevine er þakkað fyrir myndskreytinguna með þessari færslu.