Ekki vegna Íraks 13. október 2005 19:34 Oliver Roy, franskur sérfræðingur í málefnum íslams, ritar grein í New York Times og spyr hinnar margendurteknu spurningar: Af hverju hata þeir okkur? Svar hans kemur fram í fyrirsögn greinarinnar: Ekki vegna Íraks! Roy veltir fyrir sér hvort rætur hryðjuverkanna séu í átökum í Miðausturlöndum. Ef svo er, segir Roy, ætti að vera nokkuð auðvelt að binda endi á þetta, hverfa burt frá Afganistan og Írak og leysa Palestínumálið. En þetta stenst ekki hvað tímann varðar. Bandarískur her réðst ekki inn í Afganistan og Írak fyrr en eftir 11. september 2001. Sú árás var skipulögð meðan nokkuð vel gekk í samskiptum Ísraels og Palestínu, áður en seinni intifada-uppreisnin braust út árið 2000. Roy bendir einnig á að Bin Laden og hans menn hafi heldur aldrei hirt sérlega mikið um Palestínu – þeir kæri sig ekki um sérstakt ríki Palestínumanna. Sýn þeirra um alþjóðlegt múslimaríki sé miklu stórtækari en svo. Vera bandarísks herliðs í Saudi-Arabíu hefur líka verið nefnd sem skýring. En Roy bendir á að Bin Laden hafi verið orðinn alþjóðlegur "jihadisti" löngu áður en þetta kom til. Þvert á móti hljómi það eins og yfirskin, áróðursbragð, þegar Al Qeida telur henta að nefna ofantaldar ástæður fyrir baráttu sinn. Í gærkvöldi var sprengt í Egyptalandi. Þar létu hátt í hundrað manns lífið – flestir Egyptar. Þetta mun hafa mikil áhrif á efnahag þessa fátæka lands. Hvað kemur það Írak við? --- --- --- Stríð Al Qeida – og hugmyndafræðin sem hreyfingin byggir á – hefur frá upphafi verið hnattrænt. Jihadistarnir hafa fyrst og fremst verið að berjast utan Miðausturlanda, í Bosníu, Kosovo, Tsétséníu, Kasmír, Filippseyjum, Austur-Afríku, New York og London. Helsti óvinurinn eru Vesturlönd og vestræn gildi – í tali islamista um heimsvaldastefnu heyrir maður óm af hugmyndum marxískra skæruliðahreyfinga sem úði og grúði af á seinni hluta síðustu aldar. Hryðjuverkamennirnir koma heldur ekki frá Írak, Palestínu eða Afganistan, heldur eru þeir flestir frá Arabíuskaga, Norður-Afríku, Egyptalandi og Pakistan. Aðrir eru menn sem hafa búið á Vesturlöndum, eru jafnvel fæddir þar, en hafa snúist til þessar herskáu tegundar af íslam. Það er einnig merkilegt að enginn af þeim sem hafa verið handteknir fyrir hryðjuverk hafa verið virkir í pólitískri baráttu fyrir fólkið sem þeir segjast vera að berja fyrir. Þeir hafa ekki staðið á götuhornum og dreift bæklingum um baráttu Palestínumanna eða safnað peningum fyrir skóla eða spítala þar. Ekki verður heldur vart við að þeir hafi neina stefnu sem gæti gagnast Palestínumönnum eða Írökum. Þvert á móti. Þeir skirrast ekki við að drepa saklausa borgara í Írak – börn sem eru að bíða eftir að fá sælgæti. --- --- --- Að þetta séu einhvers konar miðaldamenn er líklega misskilningur. Í raun eru þeir ekki svo langt frá vinstri öfgahreyfingum áttunda áratugarins: Meðlimir Baader-Meinhof samtakanna og Rauðu herdeildanna frömdu ódæði sín í nafni öreigastéttarinnar og illa skilgreindar heimsbyltingar. Í reynd var hugmyndafræðin nihilismi sem snerist ekki um annað en að útbreiða skelfingu og ógn. Roy segir að íslömsku hryðjuverkamennirnir á Vesturlöndum séu glötuð kynslóð, sem hafi tapað tengslunum við hefðbundin samfélög, en séu fullir af hatri gagnvart vestrænu samfélagi sem þeim finnst yfirþyrmandi og veldur þeim vonbrigðum. Þeir séu að leita hefnda gagnvart hnattvæðingunni sem hefur gert þá að þeim sem þeir eru. Hin ógeðfelldu hugmyndir íslömsku fasistanna eiga auðvelda leið inn í sálir þeirra. --- --- --- Ég var gagnrýndur af mörgum fyrir að skrifa í grein um daginn að ekki eigi að sýna svona öflum skilning. Það sem ég á við er að við eigum ekki að hlusta á réttlætingar eða afsakanir fyrir þessu – allt hið dapurlega flóð apólogísmans sem kemur af vinstri kantinum. Í umræðunni eru margir sem halda því fram að ef við breytum hegðun okkar muni þeir breyta hegðun sinni, eins og Tony Blair orðaði það. Það er alls ekki svo víst. Í dag les maður tvær greinar í þessum stíl. Dagur Kári Pétursson skrifar í Moggann að í baráttunni gegn hryðjuverkum þurfi að bjóða "útbeidan faðminn". Sverir Jakobsson skrifar að friður og réttlæti muni draga úr hættunni á hryðjuverkum af hálfu "óánægðra múslima". Óánægðra! --- --- --- Vandinn er bara að þessi barátta snýst ekki um fátækt, misskiptingu eða óréttlæti. Christopher Hitchens, gamall baráttumaður af vinstri kantinum sem hefur sagt skilið við félaga sína, skrifar að "gervi-vinstrið" (pseudo-left) sé svo djúpt sokkið að það líti á jihadisma sem eins konar frelsunarguðfræði. Polly Toynbee tekur í sama streng í The Guardian og segir að vinstrið hafi ákveðið að leggja lag sitt við frumstæða íslamska öfgastefnu vegna þess að hún sé stækasti and-ameríkanisminn sem bjóðist þessa stundina. Þá skipti engu hverjar séu skoðanir íslamista á konum, samkynhneigðum eða lýðræði yfirleitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Oliver Roy, franskur sérfræðingur í málefnum íslams, ritar grein í New York Times og spyr hinnar margendurteknu spurningar: Af hverju hata þeir okkur? Svar hans kemur fram í fyrirsögn greinarinnar: Ekki vegna Íraks! Roy veltir fyrir sér hvort rætur hryðjuverkanna séu í átökum í Miðausturlöndum. Ef svo er, segir Roy, ætti að vera nokkuð auðvelt að binda endi á þetta, hverfa burt frá Afganistan og Írak og leysa Palestínumálið. En þetta stenst ekki hvað tímann varðar. Bandarískur her réðst ekki inn í Afganistan og Írak fyrr en eftir 11. september 2001. Sú árás var skipulögð meðan nokkuð vel gekk í samskiptum Ísraels og Palestínu, áður en seinni intifada-uppreisnin braust út árið 2000. Roy bendir einnig á að Bin Laden og hans menn hafi heldur aldrei hirt sérlega mikið um Palestínu – þeir kæri sig ekki um sérstakt ríki Palestínumanna. Sýn þeirra um alþjóðlegt múslimaríki sé miklu stórtækari en svo. Vera bandarísks herliðs í Saudi-Arabíu hefur líka verið nefnd sem skýring. En Roy bendir á að Bin Laden hafi verið orðinn alþjóðlegur "jihadisti" löngu áður en þetta kom til. Þvert á móti hljómi það eins og yfirskin, áróðursbragð, þegar Al Qeida telur henta að nefna ofantaldar ástæður fyrir baráttu sinn. Í gærkvöldi var sprengt í Egyptalandi. Þar létu hátt í hundrað manns lífið – flestir Egyptar. Þetta mun hafa mikil áhrif á efnahag þessa fátæka lands. Hvað kemur það Írak við? --- --- --- Stríð Al Qeida – og hugmyndafræðin sem hreyfingin byggir á – hefur frá upphafi verið hnattrænt. Jihadistarnir hafa fyrst og fremst verið að berjast utan Miðausturlanda, í Bosníu, Kosovo, Tsétséníu, Kasmír, Filippseyjum, Austur-Afríku, New York og London. Helsti óvinurinn eru Vesturlönd og vestræn gildi – í tali islamista um heimsvaldastefnu heyrir maður óm af hugmyndum marxískra skæruliðahreyfinga sem úði og grúði af á seinni hluta síðustu aldar. Hryðjuverkamennirnir koma heldur ekki frá Írak, Palestínu eða Afganistan, heldur eru þeir flestir frá Arabíuskaga, Norður-Afríku, Egyptalandi og Pakistan. Aðrir eru menn sem hafa búið á Vesturlöndum, eru jafnvel fæddir þar, en hafa snúist til þessar herskáu tegundar af íslam. Það er einnig merkilegt að enginn af þeim sem hafa verið handteknir fyrir hryðjuverk hafa verið virkir í pólitískri baráttu fyrir fólkið sem þeir segjast vera að berja fyrir. Þeir hafa ekki staðið á götuhornum og dreift bæklingum um baráttu Palestínumanna eða safnað peningum fyrir skóla eða spítala þar. Ekki verður heldur vart við að þeir hafi neina stefnu sem gæti gagnast Palestínumönnum eða Írökum. Þvert á móti. Þeir skirrast ekki við að drepa saklausa borgara í Írak – börn sem eru að bíða eftir að fá sælgæti. --- --- --- Að þetta séu einhvers konar miðaldamenn er líklega misskilningur. Í raun eru þeir ekki svo langt frá vinstri öfgahreyfingum áttunda áratugarins: Meðlimir Baader-Meinhof samtakanna og Rauðu herdeildanna frömdu ódæði sín í nafni öreigastéttarinnar og illa skilgreindar heimsbyltingar. Í reynd var hugmyndafræðin nihilismi sem snerist ekki um annað en að útbreiða skelfingu og ógn. Roy segir að íslömsku hryðjuverkamennirnir á Vesturlöndum séu glötuð kynslóð, sem hafi tapað tengslunum við hefðbundin samfélög, en séu fullir af hatri gagnvart vestrænu samfélagi sem þeim finnst yfirþyrmandi og veldur þeim vonbrigðum. Þeir séu að leita hefnda gagnvart hnattvæðingunni sem hefur gert þá að þeim sem þeir eru. Hin ógeðfelldu hugmyndir íslömsku fasistanna eiga auðvelda leið inn í sálir þeirra. --- --- --- Ég var gagnrýndur af mörgum fyrir að skrifa í grein um daginn að ekki eigi að sýna svona öflum skilning. Það sem ég á við er að við eigum ekki að hlusta á réttlætingar eða afsakanir fyrir þessu – allt hið dapurlega flóð apólogísmans sem kemur af vinstri kantinum. Í umræðunni eru margir sem halda því fram að ef við breytum hegðun okkar muni þeir breyta hegðun sinni, eins og Tony Blair orðaði það. Það er alls ekki svo víst. Í dag les maður tvær greinar í þessum stíl. Dagur Kári Pétursson skrifar í Moggann að í baráttunni gegn hryðjuverkum þurfi að bjóða "útbeidan faðminn". Sverir Jakobsson skrifar að friður og réttlæti muni draga úr hættunni á hryðjuverkum af hálfu "óánægðra múslima". Óánægðra! --- --- --- Vandinn er bara að þessi barátta snýst ekki um fátækt, misskiptingu eða óréttlæti. Christopher Hitchens, gamall baráttumaður af vinstri kantinum sem hefur sagt skilið við félaga sína, skrifar að "gervi-vinstrið" (pseudo-left) sé svo djúpt sokkið að það líti á jihadisma sem eins konar frelsunarguðfræði. Polly Toynbee tekur í sama streng í The Guardian og segir að vinstrið hafi ákveðið að leggja lag sitt við frumstæða íslamska öfgastefnu vegna þess að hún sé stækasti and-ameríkanisminn sem bjóðist þessa stundina. Þá skipti engu hverjar séu skoðanir íslamista á konum, samkynhneigðum eða lýðræði yfirleitt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun