Er útvarpsstjóri svona mikilvægur? 21. júlí 2005 00:01 Menn hafa furðulega upphafnar hugmyndir um mikilvægi útvarpsstjóra. Það mætti halda að væri verið að velja í starf guðs almáttugs. Þannig hljóma altént greinar sem eru sendar blöðunum um þessa embættisveitingu. Sveinn Einarsson skrifar hástemmda opnu í Morgunblaðið, Margrét Björnsdóttir segir að útvarpsstjórinn þurfi að vera "afburðamaður" og "gæddur miklum eðliskostum", Ögmundur Jónasson nefnir Þorstein frá Hamri, Jóhönnu Kristjónsdóttur og Séra Gunnar á Reynivöllum sem útvarpsstjóraefni – ekki beinlínis fólk sem hefur gefið sig að fjölmiðlarekstri. Þetta endurómar tíma þegar útvarpsstjórinn var æðstiprestur íslenskar menningar, gekk eiginlega næstur forsetanum að virðingu (og var heldur ekki ósvipuð týpa) – flutti ávarp á nýársnótt sem þjóðin hlustaði á með andakt. Hann ríkti yfir stofnun þar sem var flutt menningarefni, erindi og sinfóníur. Í starfið þótti sjálfsagt að velja mann sem gjörþekkti íslenska fornmenningu, talaði íslensku með hátíðlegum blæ, gat helst sett saman kvæði sjálfur – þjóðlegan íhaldsmann, mann gamalla gilda. Slíkir menn voru Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson og Heimir Steinsson. --- --- --- Þegar Heimir var gerður að útvarpsstjóra vann ég á Ríkisútvarpinu. Menn trúðu ekki sínum eigin eyrum að hann hefði verið valinn. Flestir hlógu eins og bavíanar. Innan stofnunarinnar að minnsta kosti var ekki lengur eftirspurn eftir slíkum menningarfrömuði – út um allan bæ var komin samkeppni í fjölmiðlarekstri, stöðvarnar kepptust allar um að spila popp og sýna sápur. Ríkisútvarpið var líka á fullu í lágkúrunni. Heimir – þessi ágæti kúltúrmaður – var tímaskekkja. Engum öðrum en honum þótti góð hugmynd að flagga þá daga sem útvarpsráð fundaði. Stuttu síðar sneri Markús Örn Antonsson aftur og hóf síðara tímabil sitt sem útvarpsstjóri. Hann hefur látið reka á reiðanum í mörg ár, innilokaður á fimmtu hæð útvarpshússins. Útvarpsstjórinn hefur virst fullkomlega óþarfur; batteríið hefur farið fram úr fjárlögum ár eftir ár, túlkunin á menningarhlutverki þess er með öllu óskiljanleg. Markúsar verður helst minnst fyrir Auðun Georg Ólafsson og fyrir að hafa gefið útvarpsþættinum Speglinum nafnið Hljóðviljinn. --- --- --- Nú sækja tuttugu og tveir einstaklingar um embætti útvarpsstjóra. Mikið af því eru furðufuglar eins gengur þegar svona stöður eru auglýstar, en þó eru þarna inn milli umsóknir sem maður hlýtur að taka alvarlega. Valdamenn í Sjálfstæðisflokki gætu örugglega vel hugsað sér að velja Bjarna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, einn valdamesta mann í stofnuninni í mörg ár – litlausan mann með rétt flokksskírteini. Elín Hirst hefur líka gott veður í flokknum – hlýtur að teljast líklegri en til dæmis Bogi Ágústsson sem tæpast hefur jafnað sig á því að hann var ekki einu sinni spurður í Auðuns Georgs-fíaskóinu. Svo er spurning hvað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þorir að gera? Getur hún tekið sjálfstæða ákvörðun – án þess að fara eftir pólitískum skoðunum umsækjenda eða hlýða fyrirmælum að ofan? Ekki átti ég von á að Páll Magnússon sækti um en einhvern veginn finnst manni að hann sé gráupplagður í djobbið; vinsæll og virðulegur sjónvarpsmaður með langa reynslu úr einkafyrirtækjum – maður sem kemur að utan og kann að hafa dug til að gera nauðsynlegar breytingar á stofnuninni. Páll er líka mjög vel að sér í Njálu svo hann myndi varla klúðra áramótaávarpinu. --- --- --- Spurningin er hvort þeir sem eru hærra settir en Þorgerður í pólitíkinni (les Davíð og Halldór) sætti sig við að Páll verði útvarpsstjóri? Var kannski búið að gefa honum ádrátt um það áður en hann hætti á Stöð 2? Eins og staðan er finnst manni svolítið eins og sé búið að skipta í lið í þjóðfélaginu – annað hvort spilar maður með Baugsliðinu eða hinum. --- --- --- En ef þeir vilja gömlu útvarpsstjóratýpuna liggur beinast við að velja Tryggva Gíslason. Hann kann ábyggilega að setja saman vísu og fara með óbrenglaðan málshátt. Eftir mörg ár í Menntaskólanum á Akureyri hefur hann líka þetta upphafna fas sem var talinn helsti kostur útvarpsstjóra í eina tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Menn hafa furðulega upphafnar hugmyndir um mikilvægi útvarpsstjóra. Það mætti halda að væri verið að velja í starf guðs almáttugs. Þannig hljóma altént greinar sem eru sendar blöðunum um þessa embættisveitingu. Sveinn Einarsson skrifar hástemmda opnu í Morgunblaðið, Margrét Björnsdóttir segir að útvarpsstjórinn þurfi að vera "afburðamaður" og "gæddur miklum eðliskostum", Ögmundur Jónasson nefnir Þorstein frá Hamri, Jóhönnu Kristjónsdóttur og Séra Gunnar á Reynivöllum sem útvarpsstjóraefni – ekki beinlínis fólk sem hefur gefið sig að fjölmiðlarekstri. Þetta endurómar tíma þegar útvarpsstjórinn var æðstiprestur íslenskar menningar, gekk eiginlega næstur forsetanum að virðingu (og var heldur ekki ósvipuð týpa) – flutti ávarp á nýársnótt sem þjóðin hlustaði á með andakt. Hann ríkti yfir stofnun þar sem var flutt menningarefni, erindi og sinfóníur. Í starfið þótti sjálfsagt að velja mann sem gjörþekkti íslenska fornmenningu, talaði íslensku með hátíðlegum blæ, gat helst sett saman kvæði sjálfur – þjóðlegan íhaldsmann, mann gamalla gilda. Slíkir menn voru Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson og Heimir Steinsson. --- --- --- Þegar Heimir var gerður að útvarpsstjóra vann ég á Ríkisútvarpinu. Menn trúðu ekki sínum eigin eyrum að hann hefði verið valinn. Flestir hlógu eins og bavíanar. Innan stofnunarinnar að minnsta kosti var ekki lengur eftirspurn eftir slíkum menningarfrömuði – út um allan bæ var komin samkeppni í fjölmiðlarekstri, stöðvarnar kepptust allar um að spila popp og sýna sápur. Ríkisútvarpið var líka á fullu í lágkúrunni. Heimir – þessi ágæti kúltúrmaður – var tímaskekkja. Engum öðrum en honum þótti góð hugmynd að flagga þá daga sem útvarpsráð fundaði. Stuttu síðar sneri Markús Örn Antonsson aftur og hóf síðara tímabil sitt sem útvarpsstjóri. Hann hefur látið reka á reiðanum í mörg ár, innilokaður á fimmtu hæð útvarpshússins. Útvarpsstjórinn hefur virst fullkomlega óþarfur; batteríið hefur farið fram úr fjárlögum ár eftir ár, túlkunin á menningarhlutverki þess er með öllu óskiljanleg. Markúsar verður helst minnst fyrir Auðun Georg Ólafsson og fyrir að hafa gefið útvarpsþættinum Speglinum nafnið Hljóðviljinn. --- --- --- Nú sækja tuttugu og tveir einstaklingar um embætti útvarpsstjóra. Mikið af því eru furðufuglar eins gengur þegar svona stöður eru auglýstar, en þó eru þarna inn milli umsóknir sem maður hlýtur að taka alvarlega. Valdamenn í Sjálfstæðisflokki gætu örugglega vel hugsað sér að velja Bjarna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, einn valdamesta mann í stofnuninni í mörg ár – litlausan mann með rétt flokksskírteini. Elín Hirst hefur líka gott veður í flokknum – hlýtur að teljast líklegri en til dæmis Bogi Ágústsson sem tæpast hefur jafnað sig á því að hann var ekki einu sinni spurður í Auðuns Georgs-fíaskóinu. Svo er spurning hvað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þorir að gera? Getur hún tekið sjálfstæða ákvörðun – án þess að fara eftir pólitískum skoðunum umsækjenda eða hlýða fyrirmælum að ofan? Ekki átti ég von á að Páll Magnússon sækti um en einhvern veginn finnst manni að hann sé gráupplagður í djobbið; vinsæll og virðulegur sjónvarpsmaður með langa reynslu úr einkafyrirtækjum – maður sem kemur að utan og kann að hafa dug til að gera nauðsynlegar breytingar á stofnuninni. Páll er líka mjög vel að sér í Njálu svo hann myndi varla klúðra áramótaávarpinu. --- --- --- Spurningin er hvort þeir sem eru hærra settir en Þorgerður í pólitíkinni (les Davíð og Halldór) sætti sig við að Páll verði útvarpsstjóri? Var kannski búið að gefa honum ádrátt um það áður en hann hætti á Stöð 2? Eins og staðan er finnst manni svolítið eins og sé búið að skipta í lið í þjóðfélaginu – annað hvort spilar maður með Baugsliðinu eða hinum. --- --- --- En ef þeir vilja gömlu útvarpsstjóratýpuna liggur beinast við að velja Tryggva Gíslason. Hann kann ábyggilega að setja saman vísu og fara með óbrenglaðan málshátt. Eftir mörg ár í Menntaskólanum á Akureyri hefur hann líka þetta upphafna fas sem var talinn helsti kostur útvarpsstjóra í eina tíð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun