Leikjavísir

Netslagurinn er hafinn

Teiknimyndafyrirtækið Marvel Comics hefur tilkynnt að þeir hafi gert samning við Microsoft sem geftur Microsoft einkarétt á öllum Multiplayer Online leikjum sem byggðir eru á persónum í eigu Marvel Comics. Það sem er kannski merkilegra við þessa tilkynningu er að þeir lýstu því yfir að það yrðu engir leikir framleiddir fyrir PC, heldur yrðu þessir leikir eingöngu framleiddir fyrir X-box 360, eða X-box 2 eins og hún er oftast kölluð, en sú leikjatölva er enn ekki komin á markað en hennar er beðið með eftirvæntingu. Microsoft eða Marvel hafa hvorugir gefið upp hversu margir leikir munu vera framleiddir sem verða byggðar á þessum teiknimyndasögum, en miðað við þær viðtökur sem þessi tilkynning hefur fengið, má búast við góðum fjölda leikja, því markaðurinn fyrir MMORPG leiki er mjög stór. Þeir munu samt hafa góða samkeppni á þessum markaði, en Sony eru nýlega búnir að fá rétt til að gera MMORPG leik byggðan á Matrix trílógíunni, en hann kemur út á Playstation 3. Geim mun fylgjast vel með þróun mála. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×