Mismunandi áherslur 12. júlí 2005 00:01 Stjórnarskrárnefnd er um þessar mundir að ljúka fyrsta áfanga af þremur varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndin hefur í þessum fyrsta áfanga einbeint sér að því taka saman upplýsingar um þróun mála varðandi stjórnarskrármál hér á landi og erlendis. Það hefur vakið athygli við störf nefndarinnar, undir forystu Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hve umræðan um endurskoðunina hefur verið opnin og samtökum og einstaklingum sem standa utan nefndarinnar hefur verið gefinn kostur á að koma stjórnarmiðum sínum á framfæri. Þetta er ólíkt því sem tíðkast hefur áður við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá voru nær eingöngu fulltrúar starfandi stjórnmálaflokka sem komu að umræðu og tillögugerð varðandi endurskoðunina. Fréttablaðið hefur lagt sitt af mörkum í þessu máli, með því að hafa sérstakt netfang, þangað sem fólk getur beint spurningum varðandi stjórnarskrármálið, auk þess að koma með ábendingar og hugmyndir varðandi það. Ekki verður því annað sagt en lýðræðislega sé að þessu málið staðið. Það verður svo Alþingi sem þarf að samþykkja breytingarnar fyrir og eftir næstu kosningar. Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur sjaldan eða aldrei verið heitt mál í kosningum því yfirleitt hafa stjórnmálaflokkarnir verið búnir að gera út um málið fyrir kosningar hverju sinni og síðan hafa breytingarnar verið samþykktar á Alþingi án mikilla átaka, á fyrsta þingi eftir kosningar. Hvort svo verður að þessu sinni skal ósagt látið, því enn er um eitt og hálft ár þar til nefndin á skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Í viðtölum við Fréttablaðið nú um helgina við tvo nefndarmenn, alþingismennina Birgi Ármannsson Sjálfstæðisflokki og Össur Skarphéðinsson Samfylkingu, komu fram mismunandi áherslur varðandi endurskoðunina og kemur ekki á óvart, eftir þá umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu um stjórnarskrána og einstakar greinar hennar frá því fyrravor. Í viðtölunum kemur fram að uppi eru ólík sjónarmið um hvaða greinar stjórnarskrárinar eigi að leggja áherslu á að endurskoða og einnig mismunandi áherslur um hvernig eigi að breyta ákveðnum greinum. Umræðurnar sem urðu fyrir réttu ári í kjölfar þess að forseti Íslandi synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar sýndu greinilega að menn eru langt frá því að vera sammála um valdsvið forsetans og túlkun á núverandi ákvæðum stjórnarskrárinnar um það. Þótt aldrei hafi reynt á þetta ákvæði, þarf það að vera þannig að ekki sé hægt að teyja það og toga, eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni og furðulegt að lagaspekingar skuli ekki hafa fyrir löngu komið sér niður á túlkun á því. Þetta er eitt af því sem eflaust á eftir kveikja miklar umræður í þjóðfélaginu á næsta ári, þegar kemur að því að ganga frá frumvarpi að breytingum á stjórnarskránni. Átök um þessa einu grein mega þó ekki verða til þess að aðrar greinar verði látnar sitja á hakanum, því í mörg horn er að líta varðandi stjórnarskrána, þótt ekki séu mörg ár frá því töluvert róttækar breytingar voru gerðar á ákveðnum greinum hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Stjórnarskrárnefnd er um þessar mundir að ljúka fyrsta áfanga af þremur varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndin hefur í þessum fyrsta áfanga einbeint sér að því taka saman upplýsingar um þróun mála varðandi stjórnarskrármál hér á landi og erlendis. Það hefur vakið athygli við störf nefndarinnar, undir forystu Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hve umræðan um endurskoðunina hefur verið opnin og samtökum og einstaklingum sem standa utan nefndarinnar hefur verið gefinn kostur á að koma stjórnarmiðum sínum á framfæri. Þetta er ólíkt því sem tíðkast hefur áður við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá voru nær eingöngu fulltrúar starfandi stjórnmálaflokka sem komu að umræðu og tillögugerð varðandi endurskoðunina. Fréttablaðið hefur lagt sitt af mörkum í þessu máli, með því að hafa sérstakt netfang, þangað sem fólk getur beint spurningum varðandi stjórnarskrármálið, auk þess að koma með ábendingar og hugmyndir varðandi það. Ekki verður því annað sagt en lýðræðislega sé að þessu málið staðið. Það verður svo Alþingi sem þarf að samþykkja breytingarnar fyrir og eftir næstu kosningar. Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur sjaldan eða aldrei verið heitt mál í kosningum því yfirleitt hafa stjórnmálaflokkarnir verið búnir að gera út um málið fyrir kosningar hverju sinni og síðan hafa breytingarnar verið samþykktar á Alþingi án mikilla átaka, á fyrsta þingi eftir kosningar. Hvort svo verður að þessu sinni skal ósagt látið, því enn er um eitt og hálft ár þar til nefndin á skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Í viðtölum við Fréttablaðið nú um helgina við tvo nefndarmenn, alþingismennina Birgi Ármannsson Sjálfstæðisflokki og Össur Skarphéðinsson Samfylkingu, komu fram mismunandi áherslur varðandi endurskoðunina og kemur ekki á óvart, eftir þá umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu um stjórnarskrána og einstakar greinar hennar frá því fyrravor. Í viðtölunum kemur fram að uppi eru ólík sjónarmið um hvaða greinar stjórnarskrárinar eigi að leggja áherslu á að endurskoða og einnig mismunandi áherslur um hvernig eigi að breyta ákveðnum greinum. Umræðurnar sem urðu fyrir réttu ári í kjölfar þess að forseti Íslandi synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar sýndu greinilega að menn eru langt frá því að vera sammála um valdsvið forsetans og túlkun á núverandi ákvæðum stjórnarskrárinnar um það. Þótt aldrei hafi reynt á þetta ákvæði, þarf það að vera þannig að ekki sé hægt að teyja það og toga, eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni og furðulegt að lagaspekingar skuli ekki hafa fyrir löngu komið sér niður á túlkun á því. Þetta er eitt af því sem eflaust á eftir kveikja miklar umræður í þjóðfélaginu á næsta ári, þegar kemur að því að ganga frá frumvarpi að breytingum á stjórnarskránni. Átök um þessa einu grein mega þó ekki verða til þess að aðrar greinar verði látnar sitja á hakanum, því í mörg horn er að líta varðandi stjórnarskrána, þótt ekki séu mörg ár frá því töluvert róttækar breytingar voru gerðar á ákveðnum greinum hennar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun