Singstar serían seld í 2 milljónum 30. júní 2005 00:01 Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). “Hin mikla velgengni SingStar endurspeglar þá ætlun okkar að finna upp nýja hluti og breikka þann hóp sem spilar tölvuleiki”, segir Phil Harrison, en hann sér um alla leikjaútgáfu fyrirtækisins. “Núna, þriðja árið í röð, hefur London Studio náð að búa til enn annan smellinn sem náð hefur metsölu um allan heim”. “Við höfum verið mjög ánægð með hversu vel SingStar hefur verið tekið af tónlistariðnaðinum,” segir Sergio Pimentel, en hann sér um að fá lögin í SingStar.“Við höfum fengið leyfi fyrir meira en 250 lögum fyrir SingStar og við viljum þakka tónlistargeiranum og útgefendum fyrir þeirra framlag í leikinn.” SingStar kom fyrst út í maí 2004, og bætti þá nýrri vídd í leikjaflóru PlayStation 2. Þessi frumlegi partíleikur bauð leikmönnum uppá að baða sig í sviðsljósinu og sýna sönghæfileika, en SingStar hefur slegið í gegn hjá fólki á öllum aldri. Tæknin á bakvið SingStar færði leikmönnum spilun sem tekur hefðbundnu Karaoke fram, með því að greina raddir þeirra sem syngja, byggt á hæð, tón og takti. SingStar serían er þekkt fyrir öflugan lagalista, þar sem þekktum lögum hefur verið blandað saman, ásamt því skarta lögin upprunalegum myndböndum. Í nóvember 2004 var síðan gefin út SingStar Party, sem innihélt glæný lög og fleiri fjölspilunarmöguleika, þar sem að tveir til átta leikmenn gátu keppt. Nýjasti SingStar leikurinn, SingStar Pop, var síðan gefinn út í síðasta mánuði og hefur þegar náð gríðarlegum vinsældum og svo er 80’s útgáfa í undirbúningi. SingStar leiknum fylgja 2 hljóðnemar, en það gerir leikmönnum kleift að fara beint í hörku söngkeppni. Þar að auki er hægt að tengja EyeToy myndavélina við leikinn, og geta þá leikmenn séð sig sjálfa syngja. Íslenskir Singstar keppendur frá Singstar keppni Glaumbars Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). “Hin mikla velgengni SingStar endurspeglar þá ætlun okkar að finna upp nýja hluti og breikka þann hóp sem spilar tölvuleiki”, segir Phil Harrison, en hann sér um alla leikjaútgáfu fyrirtækisins. “Núna, þriðja árið í röð, hefur London Studio náð að búa til enn annan smellinn sem náð hefur metsölu um allan heim”. “Við höfum verið mjög ánægð með hversu vel SingStar hefur verið tekið af tónlistariðnaðinum,” segir Sergio Pimentel, en hann sér um að fá lögin í SingStar.“Við höfum fengið leyfi fyrir meira en 250 lögum fyrir SingStar og við viljum þakka tónlistargeiranum og útgefendum fyrir þeirra framlag í leikinn.” SingStar kom fyrst út í maí 2004, og bætti þá nýrri vídd í leikjaflóru PlayStation 2. Þessi frumlegi partíleikur bauð leikmönnum uppá að baða sig í sviðsljósinu og sýna sönghæfileika, en SingStar hefur slegið í gegn hjá fólki á öllum aldri. Tæknin á bakvið SingStar færði leikmönnum spilun sem tekur hefðbundnu Karaoke fram, með því að greina raddir þeirra sem syngja, byggt á hæð, tón og takti. SingStar serían er þekkt fyrir öflugan lagalista, þar sem þekktum lögum hefur verið blandað saman, ásamt því skarta lögin upprunalegum myndböndum. Í nóvember 2004 var síðan gefin út SingStar Party, sem innihélt glæný lög og fleiri fjölspilunarmöguleika, þar sem að tveir til átta leikmenn gátu keppt. Nýjasti SingStar leikurinn, SingStar Pop, var síðan gefinn út í síðasta mánuði og hefur þegar náð gríðarlegum vinsældum og svo er 80’s útgáfa í undirbúningi. SingStar leiknum fylgja 2 hljóðnemar, en það gerir leikmönnum kleift að fara beint í hörku söngkeppni. Þar að auki er hægt að tengja EyeToy myndavélina við leikinn, og geta þá leikmenn séð sig sjálfa syngja. Íslenskir Singstar keppendur frá Singstar keppni Glaumbars
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira