Ef alltaf eru jól verða aldrei jól 13. júní 2005 00:01 Mikil er kaupgleði landans. Kaupmáttur launa hefur aukist stórlega og við sjáum enga ástæðu til að neita okkur um hlutina. Ný húsgögn, nýr gemsi, nýr bíll eða jafnvel bílar, leikföng, föt og svo mætti lengi telja. Fyrir örfáum mánuðum gekk stór hluti þjóðarinnar í gegnum skuldbreytingu lána og greiddi þá m.a. skammtímaskuldir sínar með lengri lánum á lægri vöxtum. Yfirdráttarskuldir eru aftur orðnar jafn miklar. Já, það er gaman að kaupa. Og mikil er vinnugleði landans. Allir sem vettlingi geta valdið vinna og vinna meira, dagvinnu, yfirvinnu, næturvinnu. Því þrátt fyrir hægstæð lán, lægri vexti, lengri lánstíma og allt hvað heitir hefur þarf að greiða þetta til baka. Eitthvað hlýtur undan að láta því sólarhringurinn hefur ekki lengst og það er svo undarlegt að þrátt fyrir flóð tækja inn á heimilin á undanförnum árum, tækja sem öll eiga að auðvelda verkin og flýta fyrir, hefur fólk sífellt minni tíma fyrir fjölskyldu, vini og áhugamál. Það var áhugavert að hlusta á hagfræðing Seðlabankans segja frá því nýlega í viðtali að fólk virtist hugsa meira um að komast í gegnum næstu mánaðarmót en að auka eigur sínar. Þess vegna tekur fólk hærri lán til lengri tíma. Skammtímasjónarmiðið er ríkjandi. Fregnir heyrast af slíkri sóun að það ætti að vera ólöglegt að fara þannig með peninga á meðan við vitum að þrátt fyrir allt lifir of stór hluti þjóðarinnar nánast við sult og seyru. Milljón fyrir heitan pott og 30 til 40 milljónir fyrir þrjá bíla í einni innkaupaferð. Slík meðferð peninga er í besta falli siðlaus. Eða hvað? Er þetta kannski allt í lagi? Mér er til efs að þeim, sem þurfa að þiggja bætur, oft af skornum skammti, þyki þetta ásættanlegt. Fólk sem varla á fyrir mat og þarf að treysta á góðviljaða ættingja, foreldra eða börn, er varla sátt við þessa skiptingu fjármagns í samfélaginu. Og allt skal metið til fjár. Það þarf að réttlæta menningu með því að hún gefi meira af sér en hún kostar þjóðina. Minna er talað um hin andlegu verðmæti, sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þjóðarinnar og gildi menningar sem menningar, burt séð frá tölum í bókhaldi. Það þarf að reikna út arðsemi bættra samgangna þótt slíkur útreikningur sé í besta falli vafasamur. Hvað er lagt til grundvallar? Hvers virði er byggð í landinu? Minnisstæð er setning úr fyrirlestri í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum; "Það lifa engar munnmælasögur þar sem ekki eru munnar til að flytja þær áfram! Og hvers virði er það okkur að eiga munnmælasögurnar og aðrar sögur sem lifa aðeins vegna þess að fólk býr á stöðum og getur flutt þær áfram? Vissulega lifa einhverjar sögur frá byggðum sem ekki eru lengur til en þeim fækkar og margar týnast og finnast kannski aldrei aftur. Er hægt að meta slíkt til fjár? Þarf endilega að meta þær til fjár? Peningar eru afl góðra hluta en geta líka verið handhöfum sínum fjandsamlegir. Nú virðast peningar skipta öllu máli, þeir flæða um, skipta um hendur hraðar en venjulegt fólk skiptir um sokka og þeir virðast vera hið ríkjandi afl í samfélaginu. Nú þarf ekki að efast um gagnsemi og nauðsyn peninga en þegar önnur gildi virðast hverfa æ lengra frá okkur hlýtur að þurfa að setja fram spurningar um forgangsröðun verkefna, ekki síst hjá fjölskyldufólki. Áreitið er gegndarlaust, við "þurfum" að eignast allt milli himins og jarðar og peningastofnanir eru ekki bara fúsar að lána okkur peninga heldur beinlínis halda þeim að okkur. Freistingarnar eru á hverju strái og það getur verið erfitt að standa á móti. Það þarf sterk bein til að þola góða daga var einhvern tíma sagt og það virðist eiga vel við núna. Nægjusemi og hófsemd eru hverfandi dyggðir en græðgin og gegndarlaus neysluhyggja tröllríður samfélaginu okkar. Þetta hlýtur að bitna á fjölskyldulífi og á uppeldi barna okkar. Forgangsröðunin þarf að breytast og það ætti að vera lágmarkskrafa okkar að ein meðalstór fjölskylda geti lifað vel af launum fyrir eitt og hálft starf. En þá þarf líka að draga úr kröfunum, eða öllu heldur breyta þeim. Gera meiri kröfur til fjölskyldulífs og minni kröfur til veraldlegra hluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mikil er kaupgleði landans. Kaupmáttur launa hefur aukist stórlega og við sjáum enga ástæðu til að neita okkur um hlutina. Ný húsgögn, nýr gemsi, nýr bíll eða jafnvel bílar, leikföng, föt og svo mætti lengi telja. Fyrir örfáum mánuðum gekk stór hluti þjóðarinnar í gegnum skuldbreytingu lána og greiddi þá m.a. skammtímaskuldir sínar með lengri lánum á lægri vöxtum. Yfirdráttarskuldir eru aftur orðnar jafn miklar. Já, það er gaman að kaupa. Og mikil er vinnugleði landans. Allir sem vettlingi geta valdið vinna og vinna meira, dagvinnu, yfirvinnu, næturvinnu. Því þrátt fyrir hægstæð lán, lægri vexti, lengri lánstíma og allt hvað heitir hefur þarf að greiða þetta til baka. Eitthvað hlýtur undan að láta því sólarhringurinn hefur ekki lengst og það er svo undarlegt að þrátt fyrir flóð tækja inn á heimilin á undanförnum árum, tækja sem öll eiga að auðvelda verkin og flýta fyrir, hefur fólk sífellt minni tíma fyrir fjölskyldu, vini og áhugamál. Það var áhugavert að hlusta á hagfræðing Seðlabankans segja frá því nýlega í viðtali að fólk virtist hugsa meira um að komast í gegnum næstu mánaðarmót en að auka eigur sínar. Þess vegna tekur fólk hærri lán til lengri tíma. Skammtímasjónarmiðið er ríkjandi. Fregnir heyrast af slíkri sóun að það ætti að vera ólöglegt að fara þannig með peninga á meðan við vitum að þrátt fyrir allt lifir of stór hluti þjóðarinnar nánast við sult og seyru. Milljón fyrir heitan pott og 30 til 40 milljónir fyrir þrjá bíla í einni innkaupaferð. Slík meðferð peninga er í besta falli siðlaus. Eða hvað? Er þetta kannski allt í lagi? Mér er til efs að þeim, sem þurfa að þiggja bætur, oft af skornum skammti, þyki þetta ásættanlegt. Fólk sem varla á fyrir mat og þarf að treysta á góðviljaða ættingja, foreldra eða börn, er varla sátt við þessa skiptingu fjármagns í samfélaginu. Og allt skal metið til fjár. Það þarf að réttlæta menningu með því að hún gefi meira af sér en hún kostar þjóðina. Minna er talað um hin andlegu verðmæti, sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þjóðarinnar og gildi menningar sem menningar, burt séð frá tölum í bókhaldi. Það þarf að reikna út arðsemi bættra samgangna þótt slíkur útreikningur sé í besta falli vafasamur. Hvað er lagt til grundvallar? Hvers virði er byggð í landinu? Minnisstæð er setning úr fyrirlestri í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum; "Það lifa engar munnmælasögur þar sem ekki eru munnar til að flytja þær áfram! Og hvers virði er það okkur að eiga munnmælasögurnar og aðrar sögur sem lifa aðeins vegna þess að fólk býr á stöðum og getur flutt þær áfram? Vissulega lifa einhverjar sögur frá byggðum sem ekki eru lengur til en þeim fækkar og margar týnast og finnast kannski aldrei aftur. Er hægt að meta slíkt til fjár? Þarf endilega að meta þær til fjár? Peningar eru afl góðra hluta en geta líka verið handhöfum sínum fjandsamlegir. Nú virðast peningar skipta öllu máli, þeir flæða um, skipta um hendur hraðar en venjulegt fólk skiptir um sokka og þeir virðast vera hið ríkjandi afl í samfélaginu. Nú þarf ekki að efast um gagnsemi og nauðsyn peninga en þegar önnur gildi virðast hverfa æ lengra frá okkur hlýtur að þurfa að setja fram spurningar um forgangsröðun verkefna, ekki síst hjá fjölskyldufólki. Áreitið er gegndarlaust, við "þurfum" að eignast allt milli himins og jarðar og peningastofnanir eru ekki bara fúsar að lána okkur peninga heldur beinlínis halda þeim að okkur. Freistingarnar eru á hverju strái og það getur verið erfitt að standa á móti. Það þarf sterk bein til að þola góða daga var einhvern tíma sagt og það virðist eiga vel við núna. Nægjusemi og hófsemd eru hverfandi dyggðir en græðgin og gegndarlaus neysluhyggja tröllríður samfélaginu okkar. Þetta hlýtur að bitna á fjölskyldulífi og á uppeldi barna okkar. Forgangsröðunin þarf að breytast og það ætti að vera lágmarkskrafa okkar að ein meðalstór fjölskylda geti lifað vel af launum fyrir eitt og hálft starf. En þá þarf líka að draga úr kröfunum, eða öllu heldur breyta þeim. Gera meiri kröfur til fjölskyldulífs og minni kröfur til veraldlegra hluta.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun