GTA SA mættur á Xbox og PC 12. júní 2005 00:01 Einn vinsælasti og umdeildasti leikur síðasta árs er nú loksins kominn út á PC og Xbox. Grand Theft Auto gerði allt vitlaust hjá Íslenskum PS2 spilurum með 7000 seldum eintökum. PC og Xbox útgáfurnar bjóða upp á flottari grafík og fleiri spilunar möguleika. Það eru fimm ár síðan Carl Johnson slapp úr borginni Los Santos, en þar lifði hann mjög vafasömu lífi. Í San Andreas vaða uppi klíkur, eiturlyf og spilling, þar sem kvikmyndstjörnur og milljónamæringar gera sitt besta í að forðast eiturlyfjasala og glæpamenn. Nú er það níundi áratugurinn. Carl verður að snúa til baka. Móðir hans hefur verið myrt, fjölskyldan hans er að liðast í sundur og allir æskufélagar hans eru komnir í ruglið. Á leið sinni til baka, lendir hann í spilltum löggum sem kenna honum um morð. CJ þarf því að leggja upp í ferð sem tekur hann vítt og breytt um San Andreas fylkið, þar sem hann reynir að bjarga fjölskyldu sinni og einnig að ná stjórn á ástandinu á götunni. PC og Xbox • Betri grafík og physicsvél • Risa landsvæði uppfull af borgum, bæjum og sveitum. .• Þú ert það sem þú borðar. CJ fitnar og horast niður eftir mataræði spilarans • Opnari spilun með fleiri spilunarmöguleikum • Betri kerfi í skotbardögum leiksins • Eðal tónlist með listamönnum á borð við Public Enemy, 2 Pac, Rage against the Machine og Faith no More.. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Einn vinsælasti og umdeildasti leikur síðasta árs er nú loksins kominn út á PC og Xbox. Grand Theft Auto gerði allt vitlaust hjá Íslenskum PS2 spilurum með 7000 seldum eintökum. PC og Xbox útgáfurnar bjóða upp á flottari grafík og fleiri spilunar möguleika. Það eru fimm ár síðan Carl Johnson slapp úr borginni Los Santos, en þar lifði hann mjög vafasömu lífi. Í San Andreas vaða uppi klíkur, eiturlyf og spilling, þar sem kvikmyndstjörnur og milljónamæringar gera sitt besta í að forðast eiturlyfjasala og glæpamenn. Nú er það níundi áratugurinn. Carl verður að snúa til baka. Móðir hans hefur verið myrt, fjölskyldan hans er að liðast í sundur og allir æskufélagar hans eru komnir í ruglið. Á leið sinni til baka, lendir hann í spilltum löggum sem kenna honum um morð. CJ þarf því að leggja upp í ferð sem tekur hann vítt og breytt um San Andreas fylkið, þar sem hann reynir að bjarga fjölskyldu sinni og einnig að ná stjórn á ástandinu á götunni. PC og Xbox • Betri grafík og physicsvél • Risa landsvæði uppfull af borgum, bæjum og sveitum. .• Þú ert það sem þú borðar. CJ fitnar og horast niður eftir mataræði spilarans • Opnari spilun með fleiri spilunarmöguleikum • Betri kerfi í skotbardögum leiksins • Eðal tónlist með listamönnum á borð við Public Enemy, 2 Pac, Rage against the Machine og Faith no More..
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira