Sport

Tvö flott mörk í fyrri hálfleik

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur 2-0 forustu í hálfleik í leik gegn Möltu í undankeppni HM en leikurinn fer fram þessa stundina á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa skorað mörk íslenska liðsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrsta markið með skalla úr markteig á 28. mínútu eftir fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar og lagði síðan upp það seinna fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Þetta er fyrsti landsleikur Gunnars Heiðars í byrjunarliðinu og hann byrjað því sinn landsliðsferil vel. Markið hans Eiðs Smára var hans 15. fyrir íslenska landsliðið en aðeins Ríkharður Jónsson hefur nú skorað fleiri (17 mörk, 1947-1965). Eiður Smári er auk þess búinn að skora fimm mörk í undankeppninni. Það er hægt að fylgjast með gangi mála hér á Vísir.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×