Óeirðirnar í Úsbekistan 18. maí 2005 00:01 Óeirðirnar byrjuðu í lok síðustu viku, og upphaf þeirra má rekja til friðsamlegra mómæla vegna handtöku og fangelsunar 23 athafnamanna í borginni Andijan í austurhluta landsins. Stjórnvöld halda því fram að þeir séu íslamskir öfgamenn. Allt fór svo í háaloft þegar vopnaðir menn gerðu árás á fangelsið þar sem mönnunum var haldið og í kjölfarið var ráðist á opinberar byggingar í bænum og embættismenn teknir í gíslingu. Síðar skutu stjórnarhersveitir á mannfjölda á götum úti og er talað um að um 500 manns hafi fallið þar í grimmilegri árás. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Georgíu og var þar vel fagnað af núverandi valdhöfum. Bandaríkjamenn hafa verið að rækta sambandið við nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna og þar á meðal er Úsbekistan. Reyndar kom það mörgum á óvart þegar í ljós kom að bandaríski herinn hafði fengið aðstöðu á flugvelli í Úsbekistan, til að geta athafnað sig þar með hinar risastóru sprengjuflugvélar sínar í hernaðinum í Afganistan. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn haft herstöð þar í landi. Suðurlandamæri Úsbekistans liggja að Afganistan, og því var það mikill ávinningur fyrir Bandaríkjamenn að fá þar bækistöð. Þeir þurftu að vísu að greiða töluvert fyrir þessa aðstöðu í beinum fjárstyrkjum, en hefur þótt það þess virði. Þessi bækistöð bandaríska hersins í Úsbekistan er skýringin á því hvers vegna formælendur Bandaríkjastjórnar hafa ekki kveðið fast að orði vegna óeirðanna og mannfallsins í austurhluta landsins frá því fyrir og um helgina. Bandaríkjamenn eiga mikið undir því að eiga góð samskipti við Islam Karimov, forseta landsins, og stjórn hans og hafa hvatt til lýðræðislegra umbóta í þesu fátæka landi. Bretar hafa verið mun ákveðnari í yfirlýsingum sínum vegna ástandsins í landinu. Erlendar fréttastofur hafa margar hverjar líkt ástandinu á götunum í Andijan við það sem gerðist á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989 og kannski þess vegna hafa kínversk stjórnvöld sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna því að yfirvöld í Úsbekistan hafi komið á röð og reglu í landinu! Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að fjöldi óbreyttra borgara hafi látist í óeirðunum og harma þessa atburði. Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvort óeirðirnar eigi eftir að teygja sig til höfuðborgarinnar Taskent. Þær eru annars eðlis en í nágrannaríkjunum og þarna er enginn þekktur andspyrnumaður enn sem komið er, sem leiðir hreyfingu gegn stjórnvöldum í landinu. Alþjóðasamfélagið þarf að láta til sín taka þarna og koma í veg fyrir frekara blóðbað á götum úti. Óróleikinn í fyrrverandi Sovétlýðveldum færist land úr landi. Skemmst er að minnast þess sem gerðist í Georgíu og Úkraínu, þegar nýir leiðtogar komust þar til valda, og nú liggur við borgarastyrjöld í einni eða fleiri borgum í austurhluta Úsbekistans. Fréttir þaðan herma að þegar hafi mörg hundruð manns fallið í bardögum andófsmanna og hersins þar í landi og sér ekki enn fyrir endann á óeirðunum sem orðið hafa þar. Þetta virðist vera staðbundið enn sem komið og hafa óeirðirnar ekki borist til höfuðborgar landsins eftir því sem best er vitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Óeirðirnar byrjuðu í lok síðustu viku, og upphaf þeirra má rekja til friðsamlegra mómæla vegna handtöku og fangelsunar 23 athafnamanna í borginni Andijan í austurhluta landsins. Stjórnvöld halda því fram að þeir séu íslamskir öfgamenn. Allt fór svo í háaloft þegar vopnaðir menn gerðu árás á fangelsið þar sem mönnunum var haldið og í kjölfarið var ráðist á opinberar byggingar í bænum og embættismenn teknir í gíslingu. Síðar skutu stjórnarhersveitir á mannfjölda á götum úti og er talað um að um 500 manns hafi fallið þar í grimmilegri árás. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Georgíu og var þar vel fagnað af núverandi valdhöfum. Bandaríkjamenn hafa verið að rækta sambandið við nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna og þar á meðal er Úsbekistan. Reyndar kom það mörgum á óvart þegar í ljós kom að bandaríski herinn hafði fengið aðstöðu á flugvelli í Úsbekistan, til að geta athafnað sig þar með hinar risastóru sprengjuflugvélar sínar í hernaðinum í Afganistan. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn haft herstöð þar í landi. Suðurlandamæri Úsbekistans liggja að Afganistan, og því var það mikill ávinningur fyrir Bandaríkjamenn að fá þar bækistöð. Þeir þurftu að vísu að greiða töluvert fyrir þessa aðstöðu í beinum fjárstyrkjum, en hefur þótt það þess virði. Þessi bækistöð bandaríska hersins í Úsbekistan er skýringin á því hvers vegna formælendur Bandaríkjastjórnar hafa ekki kveðið fast að orði vegna óeirðanna og mannfallsins í austurhluta landsins frá því fyrir og um helgina. Bandaríkjamenn eiga mikið undir því að eiga góð samskipti við Islam Karimov, forseta landsins, og stjórn hans og hafa hvatt til lýðræðislegra umbóta í þesu fátæka landi. Bretar hafa verið mun ákveðnari í yfirlýsingum sínum vegna ástandsins í landinu. Erlendar fréttastofur hafa margar hverjar líkt ástandinu á götunum í Andijan við það sem gerðist á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989 og kannski þess vegna hafa kínversk stjórnvöld sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna því að yfirvöld í Úsbekistan hafi komið á röð og reglu í landinu! Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að fjöldi óbreyttra borgara hafi látist í óeirðunum og harma þessa atburði. Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvort óeirðirnar eigi eftir að teygja sig til höfuðborgarinnar Taskent. Þær eru annars eðlis en í nágrannaríkjunum og þarna er enginn þekktur andspyrnumaður enn sem komið er, sem leiðir hreyfingu gegn stjórnvöldum í landinu. Alþjóðasamfélagið þarf að láta til sín taka þarna og koma í veg fyrir frekara blóðbað á götum úti. Óróleikinn í fyrrverandi Sovétlýðveldum færist land úr landi. Skemmst er að minnast þess sem gerðist í Georgíu og Úkraínu, þegar nýir leiðtogar komust þar til valda, og nú liggur við borgarastyrjöld í einni eða fleiri borgum í austurhluta Úsbekistans. Fréttir þaðan herma að þegar hafi mörg hundruð manns fallið í bardögum andófsmanna og hersins þar í landi og sér ekki enn fyrir endann á óeirðunum sem orðið hafa þar. Þetta virðist vera staðbundið enn sem komið og hafa óeirðirnar ekki borist til höfuðborgar landsins eftir því sem best er vitað.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun